Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.01.1902, Qupperneq 44
44 þaö líka með dugnaði sínum og ósérhlífni að gera Vallekilde-há- skóla fjölsóttastan af öllum alþýðuháskólum í Danmörku. Síðustu árin, sem hann lifði, var aðsóknin svo mikil að skólanum, að það varð oft að vísa nemendum frá, og var það þó ekki gert fyr en í síðustu lög. Lærisveinarnir voru þá að jafnaði í kringum 200, bæði vetur og sumar, og þegar Tríer dó, taldist mönnum svo til, að eitthvað um 7000 manns af ýmsum stéttum og í ýmsum lífsstöð- um hefðu notið kenslu á Vallekilde-háskóla. Tríer elskaði æskuna með öllum hennar fögru vonardraumum, og æskulýðinn með öllum þeim duldu frækornum, som í honum búa. Og hann miðlaði lærisveinunum því, sem hann átti bezt til í eigu sinni. Hann gerði sér far um að vekja hjá þeim brennandi þrá eftir að ná því göfga og fagra takmarki, sem vakti fyrir hon- um sjálfum. En það var ekki nóg með að hann elskaði æskulýðinn, hann skildi hann líka til fulls, því hann vissi sjálfur, hvað það var, að vera ungur, hriíinn og vonglaður. Hann vissi líka, hvað það er grátlegt, þegar æskan ekki nýtur sín, þegar tilfinningalífið kulnar út af á unga aldri, þegar efasemdirnar og ístöðuleysið kæfa niður vonirnar og viljaþrekið. þess vegna lét hann sér fyrst og fremst um það hugað, að tala kjark í lærisveina sína, að vekja hjá þeim viljann og lífsþrekið. Og þegar hjarta þeirra var farið að slá ör- ara, lífsþrekið að glæðast og vorgróðurinn var tekinn að gera vart við sig, þá fyrst fór hann með nærgætni að sá fróðleik og þekk- ingu í sálir þeirra. Hann hafði lærisveinana meir á valdi sínu en nokkur annar kennari, sem ég hef þekt. Og leyndardómurinn var fólginn í því, að hann gaf þeim sitt stóra brennandi hjarta óskift og afdráttar- laust, og þeir fundu sjálfir til þess. Pegar sorg og sjmd lá þungt á hjarta þeirra, þá flýðu þeir öruggir til hans. Hann var einka- vinur þeirra og trúnaðarmaður, og með umgengni sinni og samtali við þá einslega hafði hann meiri áhrif á þá en með sjálfri kensl- unni. Pegar eitthvað amaði að þeim, leituðu þeir ætíð til hans og það skyldi ekki bregðast, að þeir kæmu út frá honum aftur skínandi af von og gleði, eða að minsta kosti hressir í bragði. Og margir voru þeir aumingjar, siðferðislega gjörspiltar manneskjur, sem hann breiddi faðminn á móti, reisti við aftur og gerði að nýjum og dugandi mönnum. Tríer var sjálfur djúpsettur maður og hafði andstygð á Öllu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.