Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 26
2Ö
seinna varð mér það ljóst, að áður en ég fór sjálfur að fást við
alþýðufræðslu, þurfti ég fyrst á sjálfum mér að komaSt að raun
um mátt hins lifandi orðs til að hræra hjartað og til að gera menn
glaða, frjálsa og góða, til að innræta mönnum tilfinningu um, að
þeir eru ekki í heiminn bornir til að rífa niður og gera ógagn,
heldur til að byggja upp í kærleika og sameiningu. Pað var þetta,
sem ég þurfti að komast að raun um, áður en ég tókst á hendur að
fræða alþýðuna, og svo var hitt annað, hvort ég væri fær um að
vekja aðra til lífs með orðum frá mínum eigin vörum.« Á barns-
aldri var honum komið í alþýðuskóla, eins og lög gerðu ráð fyrir,
en eftir því sem hann sjálfur segir, græddi hann lítið á skólaver-
unni. »Alt sem við lærðum,« segir hann, »voru annarlegar skoð-
anir, sem var klínt utan á okkur, án þess að þær hefðu nokkur
tilsvarandi áhrif á hugsanir okkar og því síður líf okkar. ♦ Hann
varð því fljótt leiður á skólanum og varð þeirri stundu fegnastur,
er hann slapp úr honum á daginn. I þorpinu voru nokkrar kerl-
ingar, sem sögðu honum draugasögur og æfintýri, og föðursystir
hans sagði honum stundum helgra manna sögur. »Mér fanst eins
sólskinið væri hlýrra og bjartara á þessum heimilum en annars-
staðar,« segir hann. Pegar hann var 13 ára gamall tókst hann
sjálfur á hendur að halda barnaskóla, en honum brá heldur en
ekki í brún, þegar hann sá, að flest börnin voru stærri og sterk-
legri en hann, því hann var lítill og væskilslegur. Hann tók þá
það ráð, að hann stóð fram og hélt svo látandi tölu: »fið eruð
miklu stærri og sterkari en ég, og ef við færum að fljúgast á, þá
þá hefðuð þið sjálfsagt við mér. En mér dettur ekki í hug aö
fara að berja ykkur, og þess vegna vona ég líka að þið berjið
mig ekki. Aftur er ég miklu fróðari en þið, og ef þið viljið vera
skynsöm, þá ættuð þið að reyna að læra eitthvað af mér.« Eetta
er líklega sú einkennilegasta ræða, sem nokkur kennari hefur
haldið fyrir skólabörnum, en hún hreif.
18 ára gamall komst hann á kennaraskóla. Honum gekk
námið heldur stirt fyrst framan af, en nokkru síðar vaknaði hann
til umhugsunar á trúarefnum og við það var eins og skifti um
fyrir honum. »Eg fann það á sjálfum mér,« segir hann, »að hið
lifandi orð innifelur í sér mátt til að gera hjörtun glöð, og ég
komst einnig að raun um, að guð hafði gefið mínum eigin orðum
þennan mátt, eða lagt mér þau orð í munn, sem höfðu mátt í
sér til þess. Upp frá þeirri stundu einsetti ég mér að komast