Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 54
54 vængjum upp í hreinan og tæran himingeiminn, langt, langt yfir alt smásmuglegt og auðvirðilegt. Þegar fyrirlestur Tríers var á enda, var hringt til miðdegis- verðar. Undir skólahúsinu öllu var hár kjallari, og þar var borð- salurinn. Sátu allir að borðum í einu, Tríer og börn hans og heimilisfólk, þeir af kennurunum, sem ekki voru kvongaðir, og tiem- endurnir. Tegar gestir voru viðstaddir, urðu þeir að sætta sig við að sitja til borðs með lærisveinunum, hvort sem þeir voru af há- um stigum eða lágum, og voru þar stundum engin smámenni saman komin. Maturinn var altaf mjög óbreyttur, en góður og nærandi. Á undan og eftir máltíð var sungið vers eða lesið yfir borðum, og meðan á máltíðinni stóð voru samræðurnar fjörugar, ekki sízt við borð skólastjóra, því hann var manna kátastur og skemtilegastur í samræðum. Öðru hvoru gall við hlátur hjá Tríer, svo hár og hvellur, að undir tók í salnum. Honum var lengst af við brugðið fyrir þennan hlátur, sem var svo hjartanlegur og hvellur, að hann þektist langar leiðir að, og sögðu menn oft í spaugi í Vallekilde, að hérarnir úti í snjónum risu upp á afturfæt- urna og spertu upp eyrun, þegar Tríer hló. Að aflokinni máltíð varð venjulega dálítið hlé á og notuðu lærisveinarnir það til að taka á móti bréfum sínum, ganga sér til skemtunar 'eða eitthvað þess háttar. Pá var drukkið kaffi og síðan voru líkamsæfingar fyrir þá, sem ekki tóku þátt í þeim á morgnana. Kl. 5 var aftur hringt til fyrirlestra, og var það Norð- urlandasaga, sem nú var tekin fyrir, en þó með hliðsjón af aðal- viðburðum mannkynssögunnar. Kl. 7 neyttu lærisveinarnir kvöld- verðar og var það smurt brauð með osti og té á eftir. Kl. 8 voru venjulega haldnir .fyrirlestrar um bókmentasögu, einkum Dana, og lesnir upp kaflar úr dönskum skáldritum. Á laugar- dagskvöldum voru að jafnaði haldnir málfundir, til að ræða um einhver tiltekin efni, og tóku kennararnir stundum þátt í umræð- unum. Stjórnmál og trúarefni voru útilokuð, en annars var rætt um alt milli himins og jarðar, og var gaman að taka eftir því, hvað lærisveinunum fór fram í að láta skýrt og skipulega í ljósi hugsanir sítiar, eftir því sem skólaáhrifin urðu meiri og sjálfstraustið óx. Pess var nákvæmlega gætt, að umræðurnar færu skipulega fram, og var óðar tekið fram í, ef merki sáust til þess, að þær ætl- uðu að lenda í persónulegum deilum. Eftir kl. 9 á kvöldin voru lærisveinarnir látnir sjálfráðir. Sumir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.