Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 75
75
sem fanst í útjaðrinum á túninu á Kroppi í Eyjafirði sumarið 1900. Fundust þar
beinagrindur tveggja manna, sem lágu frá norðri til suðurs (höfuðin mót norðri) og
auk þess öxi, spjót, prjónn úr bronzi og spennubrot úr messing. Af öllum þessum
munum eru myndir í greininni og er þess getið, að þeir hafi allir verið sendir á
Forngripasafnið, en ekkert íslenzkt blað hafi þó minst á þetta. Lýsingin á fundin-
um er eftir séra Jónas Jónasson prófast á Hrafnagili (en snúið á þýzku af M. L.-F.),
og telur hann vafalaust, að gröf þessi sé frá 10. öld og að beinagrindnrnar séu at
Steingrími Örnólfssyni bónda á Kroppi og Helga forbjarnarsyni frá Árskógi, sem
liafi fallið þarna um 970, eins og lesa megi í Reykdælasögu í 16. kapítula hennar.
Fröken Lehmann-Filhés hefir líka í »Zeitschrift fur Ethnologie« XXXI (Berlín
1899) skrifað ritdóm um »Ruins of the Saga Time« (sbr. Eimr. VI, 156), þar sem
skýrt er frá fornmenjarannsóknum rorsteins Erlingssonar á íslandi sumarið 1895,
UM STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ hefir sýslumaður Klemens Jónsson ritað grein
í janúarheftið af danska tímaritinu »Tilskueren« 1902 (»Islands Forfatning og Frem-
tid«), og er þar stuttlega skýrt frá sögu stjórnarskrárbaráttunnar á síðari árum. tar
er og minst á verzlunarólagið, bankamálið, ritsímamálið og fleira. Greinin er lipurt
rituð og ofstækislaust, en kryfur ekki málin mjög til mergjar.
íJá ritaði og dr. Valtýr Guðmundsson alllanga grein um stjórnarskrármálið í
»Nationaltidende« (2. des. 1901), þar sem hann skýrði frá gangi málsins á síðustu
þingum og flokkaskipuninni á alþingi. Peirri grein var svarað í sama blaði (9. des.)
af mag. art. Agúst Bjarnason, sem svo var endursvarað af dr. V. G.
Annars hafa síðastliðið ár, og einkum á þessum vetri, birzt margar greinar um
stjórnarskrármálið og Island yfir höfuð í dönskum blöðum, og er merkust þeirra
grein í blaðinu »Dannebrog« 12. jan. 1902 út af boðskap konungs til islendinga
um stjórnarskrármálið. En með því að vænta má, að öll íslenzk blöð skýri frá henni,
virðist Eimr. óþarft að rekja efni hennar.
NÝ ÍSLENZK SÖNGLÖG. Tónskáldið Frederik Rung, söngstjóri (kapelmester)
við konunglega leikhúsið í Khöfn, hefir samið lög við 10 íslenzk kvæði og hefir
»Det nordiske Forlag (Musikforlaget: Henrik Hennings)« kostað útgáfu þeirra í
tveimur heftum í stóru 4 bl. broti. Titillinn er: »Ny-Islandsk Lyrik, 10 Sange (over-
satte af Olaf Hansen) komponerede for dyb Mezzosopran eller Baryton af Frederik
Rung«. Lögin eru við þessi kvæði: 1. Svanasöngur á heiði (»Eg reið um sumar-
aftan einn«), 2. Skógarhvíldin (»Nú vakna ég alhress í ilmandi lund«) eftir Stgr.
Thorsteinson; 3. Um haust (»Syngur lóa suð’r í mó«), eftir Ben. Gröndal; 4. Leiðsla
(»Og andinn mig hreif upp á háfjallatind«), eftir Matthías Jochumsson; 5. Sólarlag
(»í sæ er sólin runnin«), 6. Næturgali (»Hjá silfurbláu sundi«), 7. »Um undrageim,
í himinveldi háu« (kafli úr kvæðinu: »Gaman og alvara«), eftir Ben. Gröndal; 8.
Veturinn (»Hver ríður svo geyst«), eftir Bjarna Thórarensen; 9, Sonarmissir(r). 10.
»Ó blessuð vertu sumarsól«, eftir Pál Ólafsson. — Á þessi sönglög mun síðar minst
nánar í Eimr. af einhverjum, sem vit hefir á að dæma um fegurð þeirra og sönggildi.
HÚSASKIPAN í FORNÖLD. Prófessor við háskólann í Oxford D. B. Monro,
hefir nýlega lokið við nýja útgáfii af Odysseifskviðu Hómers (»Homer’s Odyssey.
Edited with English Notes and Apendices by D. B. Monro, M. A., Oxford 1901«).
Neðan við textann er sægur af skýringargreinum og aftan við (bls. 289—502) eru
langar skýringarritgerðir um kvæði Hómers og ýmislegt í þeim. Meðal annars er
þar grein um húsaskipan Forn-Grikkja á dögum Hómers eða eins og henni er lýst