Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 11
og á sveimi í áttina til þeirra lífsskoðana, sem síðar festu rætur hjá honum og í gegnum hann hjá öllum þorra þjóðarinnar. Um þessar mundir var vöknuð hjá honum svo sterk hvöt til að sökkva sér niður í vísindalegar rannsóknir og ritstörf, að hann þóttist ekki geta haldist við lengur úti á landi, þar sem engin vís- indaleg hjálparmeðöl voru fyrir hendi. Hann tók sig því upp vorið 1808 og flutti til Kaupmannahafnar. Hann fékk þar ókeypis bú- stað í stúdentasamkunduhúsi því, sem kent er við Walkendorf, og hafði ofan af fyrir sér með kenslu. Tók hann nú að gefa sig mikið að veraldarsögu, því hún var ein af kenslugreinum hans, og jeiddu rannsóknir hans til þess, að hann komst niður á nýja og einkennilega skoðun um sögu mannkynsins. Pó stóð saga og skáldskapur hinna norrænu fornþjóða hjarta hans næst og sökti hann sér dýpra og dýpra niður í rannsóknir á þeim efnum. Undir árslok 1808 gaf hann út yfirlit yfir norræna goðafræði og síðar skáldrit um ýmsa viðburði úr fornaldarsögum Norðurlanda. I rit- um þessum koma fram mjög einkennilegar skoðanir og bregður þar fyrir stórkostlega fögrum og tilkomumiklum hugmyndum, þótt þær séu enn nokkuð óljósar. Hann hafði þá skoðun á Ásatrúnni, eins og hún kemur fram í Eddukvæðunum. að hún hefði í sér fólgnar einhverjar þær fegurstu og háleitustu hugsjónir, sem nokk- urn tíma hefðu fæðst í mannlegri sal. Og hann lætur sér ekki nægja, að benda á hin einstöku fögru og djúpsæu atriði í Eddu- kvæðunum, heldur dregur saman úr þeim eina fasta grundvallar- hugmynd, heila lífsskoðun, sem hann álítur að hafi vakað fyrir Norðurlandabúum frá alda öðli, og aðalkjarni þessarar lífsskoðunar er fólginn í nokkurs konar óljósri draumórahugmynd um hinn eina sanna guð. Hann festir sérstaklega augun á hugmyndinni um Al- föður, hinn eilífa, alstjórnanda, í mótsetningu við Æsina, sem standa mönnum nær og eru lögmáli tímans undirorpnir. Völu- spá er hyrningarsteinninn undir þessu hugsjónakerfi. Hann álítur hana afarforna, runna djúpt frá rótum hinna heiðnu alda. Pess vegna verður alföðurhugmyndin, sem kemur þar fram, að nokkurs konar guðdómlegri opinberun í augum hans. I öllu því, sem hann ritar um þessar mundir, eru tvær aðal- hugmyndir ríkjandi, eins og tveir þungir undirstraumar, sem þó altaf öðru hvoru koma upp undir yfiborðið. Stundum ber meira á öðr- um þeirra, stundum á hinum. Pessir tveir undirstraumar eru kristindómur og hin fornnorræna lífsskoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.