Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 8

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 8
8 kveykt líf í með orðum sínum og haft dýpri og sterkari áhrif á en nokkur annar maður á þessari öld. Grúndtvíg var fæddur 1783. Faðir hans var prestur og svo höfðu forfeður hans verið um langan aldur mann fram af manni. Hann var þegar á barnsaldri fróðleiksgjarn og námfús. Af öllum þeim mönnum, sem hann las um eða heyrði frá sagt, fanst hon- um mest til um Lúther. Það leyndi sér heldur ekki þegar fram í sótti, að honum svipaði mjög til hans í flestum greinum. 15 ára gamall var hann settur til skólanáms í Árósum og útskrifaðist þaðan 1800. Síðan fór hann til háskólans í Kaupmannahöfn og lagði stund á guðfræðisnám eftir ósk foreldra sinna. Sjálfur fann hann enga hvöt hjá sér í þá átt, og var jafnvel fremur lítið gefið um trúarefni. Að því leyti til var hann í fullu samræmi við jafn- aldra sína meðal mentalýðsins, þótt hann að mörgu leyti-öðru þætti einrænn og undarlegur. Við háskólann sást ekki einu sinni votta fyrir neinu alvarlegu og innilegu trúarlífi um þær mundir; aðaláherzlan var lögb á siðferðislögmálið, á dygðina og skylduna, og öllum þeim kenningum biblíunnar, er ekki gátu sem bezt sam- þýðst skynseminni, var óðar varpað fyrir borð. Grúndtvíg lauk námi sínu 1803, og hann, sem síðar varð einhver hin mesta trúar- hetja á þessari öld, gekk algerlega trúlaus frá prófinu, að því er hann sjálfur segir. Tveim árum síðar varð hann heimiliskennari á stórbýli einu a Langalandi. Þar var næðissamt mjög og gafst honum kostur á að verja miklum tíma til bóknáms. Bendingar þær, er Steffens liafði gefið í fyrirlestrum sínum á háskólanum, hvöttu hann til að leita fyrir sér í hinum fornu norrænu fræðum. Hann las Eddurnar með mikilli athygli og varð þegar mjög hrifinn af þeim. Öðru hvoru prédikaði hann fyrir bændunum í nágrenninu og þótti harður og strangur í kenningum sínum. Sveitadvölin varð honum þó einnig ávaxtarík að öðru leyti. Hann orti mörg fögur kvæði um þessar mundir, og var það ástin, sem vakti hjá honum ljóðalistina, eins og hún hefur vakið hana hjá mörgum öðrum skáldum. Hann samdi einnig um þessar mundir nokkrar tímaritsgreinar, sem vöktu töluverða eftirtekt. í'ær voru líka til muna frábrugðnar hugvekjum þeim, sem menn áttu að venjast, bæði að efni og ytra búningi. Pað var auðvitað langt frá því, að þær skoðanir, sem síðar einkendu líf hans og sem bann barðist fyrir með svo frá- bæru þreki og snild, væru ennþá búnar að festa rætur, en það

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.