Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 23
23 snertir siðferðislegt menningargildi. »Aðalvillan er í því fólgin,« segir Grúndtvíg, »að hinn lærði skóli vill fá okkur til að skifta ham, vill láta okkur kasta okkar meðfædda þjóðargerfi og skríða inn í útlent gerfi.« Hann heldur því fram, að alþýðlegur háskóli, sem ekki ginni æskulýðinn til sín með fögrum loforðum um girni- leg embætti, eins og hinn lærði skóli, eða þröngvi honum með fjársektum til að koma, eins og barnaskólinn, heldur breiði faðm- inn á móti honum og bjóði honum að koma sjálfviljugum og óneyddum, muni verða til þess, að tengja skólalýðinn enn fastara við þjóðlífið og heimilislífið, eins og eðlilegast sé að öllu leyti. Eftir hans kenningu eiga allir skólar að vera bygðir á fullkomlega frjálsum grundvelli, aðalþungamiðja allrar þjóðlegrar menningar á að liggja í einum stórum, almennum lýðháskóla, sem byggir menningu sína á þjóðlegum, en ekki óþjóðlegum grundvelli. Á miðju Sjálandi í Sorö, þar sem Absalon biskup, þjóðhetja Dana, hvílir, vildi Grúndtvíg láta setja þennan allsherjar lýðháskóla á stofn. Skáldið Holberg hafði endur fyrir löngu lagt ríkinu þar fé og jarða- góz upp í hendurnar til skólastofnunar. I stuttu máli skyldi fræðslunni háttað á þessa leið. Hann vildi fyrst og fremst láta fræða æskulýðinn um þjóð sína og ættjörð, skoðað frá sjónar- miði lífsins, en ekki lærdómsins, fræða hann um lífsskilyrði og lífs- kjör þjóðarinnar, svo hann gæti eftir skólavistina gengið að lífs- starfi sínu með meiri áhuga og fjöri en áður, með glöggara auga fyrir og skýrari skilning á hinum breytilegu kjörum mannlífsins og þjóðlífsins og með næmari og sterkari tilfinningu fyrir þjóðfélags- böndunum. Eðliseinkenni hverrar þjóðar fyrir sig koma einna skýrast og glöggast fram í tungu hennar, eins og hún lifir á vör- um þjóðarinnar, og sé hún lítilsvirt og hennar rétti traðkað, þá er þjóðlífinu alvarleg hætta búin. Pess vegna á að leggja mikla áherzlu á móðurmálið. Samhliða móðurmálinu á að leggja mikla rækt við sögu þjóðarinnar, og það á þann hátt, að láta nemend- urna verða fyrir áhrifum hinnar munnlegu frásagnar, að vekja sálir þeirra til eftirtektar og skilnings fyrir kraft hins lifanda orðs. Eink- um á frásögnin að snúast að hinum stórfeldu hugsjónum forfeðr- anna, sem koma fram í hinum fornu ljóðum og goðsögnum, og kröfum þeim, sem þær binda í sér. Einnig ber að leiða athygli nemendanna að skáldskap þjóðarinnar með upplestri, því í honum á þjóðin einhvern sinn dýrasta fjársjóð og áhrifamesta upp- eldismeðal. Af sögu hinna síðari alda eru það einkum byltinga- tímabilin, sundrungar- og endurfæðingartímabilin, sem eru bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.