Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 24
24
fallin til skýringar og skilnings á mannkynssögunni. Aftan
við þessa sögufræðslu skal svo hnýtt yfirliti yfir nútíðarlíf þjóð-
arinnar, löggjöf og landsstjórn o. s. frv., svo nemendurnir
fái sem glöggasta hugmynd um þjóð sína. Hann gerir einnig ráð
fyrir, að það mundi mikið auka þekkingu lærisveinanna á starfs-
kjörum þjóðarinnar, ef fyrirmyndarbú og iðnaðarstofnanir
stæðu í sambandi við skólann. Þess skal getið, að Grúndtvíg
hefur hér fyrir augum æskulýðinn eftir að hann er kominn á bezta
þroskaaldurinn.
Eitt af aðaleinkennum þessarar skólastefnu Grúndtvígs var
það, að hann vildi því nær eingöngu láta kenna með ræðum og
fyrirlestrum, leggja aðaláherzluna á að vekja og glæða tilfinningar
hjartans og áhuga sálarinnar, róta upp í hinum innra manni, sem
er svo hætt við að dotta yfir bókunum. Hann vildi ekki lofa
værðinni að komast að, heldur vekja til lífs sjálfstæðar hugsanir,
og til þess vildi hann brúka hið lifandi orð á vörunum, sem er
þess megnugra en nokkuð annað, að smjúga inst inn í hjartaræt-
urnar, sé því réttilega beitt. Bækur skyldu aðeins notaðar til
stuðnings og hliðsjónar. Enn fremur vildi hann byggja fræðsluna
á föstum kristilegum grundvelli, því sá grundvöllur er einn þess
megnugur, að gefa siðferðislífinu festu og alvöru. Fyrir kraft
hins lifandi orðs að vekja æskulýðinn til meðvitundar
um og skilnings á sínum háleita guðdómlega uppruna
og sínu háleita guðdómlega takmarki, styrkja vilja-
og siðferðisþrekið og glæða þjóðernistilfinninguna, —
þetta var kjarninn í stefnu Grúndtvígs og þetta er kjarninn í starfi
alþýðuháskólanna.
Grúndtvíg vék hvað eftir annað að þessari hugmynd sinni og
gaf út fjölda rita um þetta mál. Honum tókst loks að fá kon-
unginn, Kristján VIII, á sína skoðun og gaf hann út tilskipun um
skólastofnun í líka átt 1847. Pví miður andaðist konungurinn áður
nokkur framkvæmd yrði á þessu, og féllu þar með, afskifti stjórn-
arinnar af málinu niður. Margir hinna fremstu og merkustu manna
í Danmörku voru lengi fram eftir mótsnúnir Grúndtvíg og gerðu
sitt til að sporna við því, að málið næði fram að ganga. En þetta
frækorn, sem Grúndtvíg hafði sáð, dafnaði og óx í kyrþey, og
hann lifði það sjálfur, að sjá hina fyrstu ávexti þess. Hann and-
aðist hátt á níræðisaldri 2. sept. 1872, og yfir moldum hans stóð
heil þjóð drúpandi og blessaði minningu hans.