Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 30
30 ari tilraun sinni, var að koma skipulagi á og blása lífi í þá undir- stöðufræðslu, sem barnaskólinn veitti, og það var ásetningur hans, svo framarlega sem þessi tilraun hepnaðist vel, að setja á stofn fastan alþýðuháskóla í Ryslinge. Alt var undir því komið, að undirtekt- irnar yrðu góðar hjá bændunum, en það hlaut aftur mikið að fara eftir kostnaðinum. Hann gerði ráð fyrir að halda skólann aðeins að vetrinum til, og deildirnar áttu að vera tvær. Yngri deildinni ætlaði hann að kenna biblíusögur og Danmerkursögu og vekja lærisveinana til umhugsunar og skilnings á því, sem þeir höfðu lært athugunarlaust utan að í barnaskólunum; með vorinu áttu svo lærisveinarnir úr þessari deildinni að ganga undir fermingu. Eldri deildin skyldi vera nokkurs konar framhald af yngri deild- inni og þar gerði hann ráð fyrir að leggja mesta áherzlu á ver- aldarsöguna. Svo framarlega sem hann fengi io nýja lærisveina árlega, þannig að í skólanum yrðu að jafnaði 20, bjóst hann við að kostnaðurinn fyrir hvern pilt mundi nema 30 rdl. yfir veturinn, 10 fyrir kensluna og 20 fyrir fæði og húsnæði. Hann ætlaði sér í aðalatriðunum að fylgja skólahugmyndum Grúndtvígs, en áleit að öðru leyti að aðferðin kæmi áf sjálfu sér og að lífið sjálft mundi segja bezt til um hana. Til allrar hamingju var Kold, — þessi ótrauði forvígismaður alþýðuháskólanna —, enginn þurr og ein- strengingslegur bókabéus, heldur var hann framar flestum sam- tíðarmönnum sínum alinn upp í skóla lífsins. I þessum skóla hafði hann aflað sér djúprar lífsreynslu og hann hafði glögt auga fyrir hinum margbreytilegu hliðum mannlegs eðlis. Pegar Kold kom til Ryslinge 1. nóv. 1849 í því skyni að setja þar alþýðuháskóla á stofn, var háskólinn í Rödding búinn að standa í 31/a ár, og á þeim tíma höfðu 100 lærisveinar notið þar kenslu, mest bændasynir frá Suður-Jótlandi. Pegar ófriðinn bar að höndum, var skólanum lokað, en nokkru síðar tók hann aftur til starfa á öðrum stað. Pess er áður getið um þennan skóla, að það, sem sérstaklega einkendi hann, var hinn dansk- pólitíski blær, sem leiddi af því, að hann stóð þarna eins og á verði milli tveggja mótstöðuflokka. Kold aftur á móti festi frá upphafi augun á því, að vekja og efla sálarlífið hjá einstaklingn- um, þannig að hann kæmist í skilning um sitt eigið persónulega gildi og sitt eigið og þjóðarinnar hlutverk í menningarbaráttunni. Kold var við brugðið fyrir kenslu sína. Hann hafði alveg sérstakt lag á að vekja athygli lærisveinanna og halda þeim vak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.