Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 49
49 Eftir að háskólahreyfingin var farin að ryðja sér til rúms hjá Dönum, leið ekki á löngu áður nágrannaþjóðirnar, Norðmenn og Svíar, tóku að veita henní eftirtekt og hugsa um að koma samskonar skólum á hjá sér. I Noregi var fyrsti háskólinn, Sagatún, settur á stofn 1864, og gengust fyrir því tveir ungir kandídatar, Anker og Arvesen, er höfðu kynst Grúndtvíg og skoðunum hans í Kaup- mannahöfn. En langmerkastur af forvígismönnum háskólastefnunnar í Noregi er þó Kristófer Brún, sem nú er prestur íj Kristjaníu. Hann barðist í liði Dana 1864 og setti síðan, er hann kom heim aftur, háskóla á stofn í Guðbrandsdalnum; sá skóli heitir nú Von- heim í Gausdal. Með bók sinni »Alþýðleg grundvallar- atriði«, sem er snildarlega rituð, gerði hann skoðanir Grúndtvígs kunnar fyrir löndum sínum og ruddi þeim braut. Pað leið nú ekki á löngu, áður háskólunum tók að fjölga, og voru þeir 1886 orðnir 12 alls. Pó hafa þeir ekki siglt eins góðan byr í Noregi og í Danmörku, og &ru þar amtsskólarnir helzt til fyrirstöðu, því þeir fara í nokkuð líka átt. I Svíþjóð voru fyrstu háskólarnir settir á stofn 1868, og hafa þeir síðan náð allmikilli útbreiðslu. Sá, sem fyrstur varð til að ryðja þeim braut meðal Svía, var dr. Ágúst Sóhlman, ritstjóri »Kvöldblaðsins« í Stokkhólmi. Hann fékk í fylgi með sér ýmsa dugandi og mikilsmegandi menn, er unnu af fremsta megni að því, að greiða háskólastefnunni veg, og varð þeim brátt vel ágengt. Einna kunnastir af háskólastjórum Svía eru þeir Leónard Holm- ström og Teódór Holmberg. Pað skilur aðallega á milli dönsku og sænsku alþýðuháskólanna, að dönsku háskólarnir — að minsta kosti þeir stærstu og merkustu —• eru eign einstakra manna og því algerlega óháðir og óbundnir, en í Svíþjóð eru flestir skólarnir stofnaðir af hlutafélögum og margir kostaðir af almannafé og því háðir embættisvaldinu. Einnig ber þess að geta, að dönsku háskólarnir leggja aðaláherzluna á að vekja og styrkja sálarlífið og siðferðisþrekið, en hinir sænsku leggja sérstaka rækt við að auka þekkingu og fróðleiksforða lærisveinanna og búa þá undir ýms sérstök lífsstörf, og nálgast að því leyti til meira hina venjulegu opinberu skóla. Alþýðuháskólarnir hafa heldur aldrei í Svíþjóð áunnið sér jafnmikla hylli hjá sjálfri alþýðunni og í Danmörku, aldrei samlagast henni eins innilega, og byggist það aðallega á því, sem nú hefur verið tekið fram. Árið 1886 voru alþýðuháskólarnir í Svíþjóð orðnir 24 að tölu. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.