Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 7
7
langa aldursskeið studdu hins vegar að því, að allar hans eðlisgafur,
< >11 frækorn hans andlegu hæfileika, fengu náð fullum þroska.
Hann var einn af þeim örfáu mönnum, sem aldrei nema staðar á
þroskabrautinni; aldrei þverr uppsprettumíignið inni fyrir, heldur
eru stöðugt viðbúnir að grípa við nýjum hugsjónum, sökkva sér
niður í þær og berjast fyrir þeim fram í andlátið með æskunnar
ofsa og eldfjöri. En það er ólíkur blær, sem hvílir yfir æskuár-
um hans og miðaldursskeiði og svo elliárunum. Á hinum fyrri
arum sínum, baráttu- og hernaðarárunum, stendur hann uppi einn
síns liðs eins og veður-
barinn eikarstofn, einn á
móti þéttskipuðum og
harðsnúnum fjanda-
flokki með ýms af stór-
mennum þjóðarinnar í
broddi fylldngar. Hann
gnæfir þar upp þung-
búinn og alvarlegur eins
og klettur úr hafinu,
eins og tröllauldnn ber-
serkur, viðbúinn að tví-
henda sverðið á móti
ofureflinu, á móti öll-
um heiminum, ef vera
skyldi. Á efri árum
sínum aftur á móti situr
hann hvítur fyrir hær-
um í öndvegi eins og
kjörinn þjóðhöfðingi,
meðspámannsinsþrum-
andi sannleiksorð ávör-
unum, átrúnaðargoð
þúsunda, tíuþúsunda, heillar kynslóðar. Pegar hann á miðaldurs-
skeiði sínu stóð einn uppi fjötraður og vopnlaus, sakfeldur af dóm-
stólunum, bannfærður af kirkjunni, bláfátækur og lítilsvirtur, mælti
hann þessi karlmannlegu djörfungarorð: »Maður er orðinn úr mér,
vesæll að vísu og lítilmótlegur í heimsins augum, en þó maður,
sem ekki vildi skifta kjörum við konunga«. Pegar hann andaðist,
sat að fótum hans heil þjöð, sem hann hafði vakið af dvala,
Grúndtvíg.