Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 6
6 urnar og náttúruöflin voru ekki annað en holdgan eða sýnileg ímynd einhverrar háleitrar skoðunar eða fagurrar tilfinningar. Að- alkostur þessarar »rómantísku« stefnu var sá, að hún leiddi þjóð- irnar aftur að sjálfum sér, uppruna sínum, forfeðrum og fornmenj- um, og vakti að nýju eftirtekt þeirra á hinum dýrmætu andlegu fjársjóðum, sem höfðu leynst í fórum þeirra öld fram af öld. Meðal tilheyrendanna voru þeir Oehlenschlæger og Grúndt- víg. Áhrif Steffens á þá voru geysimikil. Peir sátu eins og í leiðslu undir ræðu hans. Grúndtvíg notaði síðar orðið »þrumu- valdur« til að tákna Steflens og áhrif þau, sem ræða hans hafði á þá, sem heyrðu hana. Upp frá þessum degi er eins og skifti um fyrir þeim að nýju, Grúndtvíg og Oehlenschlæger. Peir voru nú vaknaðir til lífsins. Steiifens hafði beint liuga þeirra að nýjum uppsprettum: hinum fornnorrænu fræðum. Oehlenschlæger settist niður og orti kvæðið »Gullhornin« og síðan fleiri og fleiri skáldrit, sem skipuðu honum í öndvegi meðal skáldsnillinga Norðurlanda. í Grúndtvíg aftur á móti voru orð Steffens lengi að grafa um sig. Hann einangraði sig frá öðrum mönnum, sökti sér niður í rannsóknir og hugleiðingar og bjó yfir þungu. »Pín leið er til fjöldans, en mín er fyrir mig», hefði hann vel mátt segja við Oehlenschlæger. Braut hans var þyrnum strað, og gegnum megna baráttu og þungt sálarstríð öðlaðist hann sína föstu og óbifanlegu lífsskoðun. En þegar stríð- inu var lokið, stóð hann frammi fyrir þjóðinni sterkur og óbifan- legur og gerðist leiðtogi hennar í framsóknarbaráttunni. I. N. F. S. GRÚNDTVÍG OG SKOÐANIR HANS. Gamli Grundtvíg, — svo var hann venjulega kallaður, — er einn af þeim fáu mönnum, sem hefur auðnast að njóta sín til fulls í lífinu, að láta alla þá margföldu hæfileika, sem í þeim hafa búið, na fullum þroska. Hann var hátt á níræðisaldri þegar hann andaðist, hægt og rólega, »eins og sól hnígur til viðar á hausti«. Engar þjáningar, engin banalega var á undan gengið. Herðabreiður og þrekvaxinn, »þettur á velli og þéttur í lund«, fjörlegur og garpslegur var hann jafnt í elli sem æsku. Hann var stæltur og stinnur til líkamsburða og hafði lítt verið kvellisjúkur um dagana. I eðli sínu sameinaði hann tvo gagnstæða eigin- leika, sem sjaldan fara saman: risaorku til allra starfa og því nær óskiljanlega litlar líkamskröfur. Petta óvenjulega líkamsþrek og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.