Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 6

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 6
6 urnar og náttúruöflin voru ekki annað en holdgan eða sýnileg ímynd einhverrar háleitrar skoðunar eða fagurrar tilfinningar. Að- alkostur þessarar »rómantísku« stefnu var sá, að hún leiddi þjóð- irnar aftur að sjálfum sér, uppruna sínum, forfeðrum og fornmenj- um, og vakti að nýju eftirtekt þeirra á hinum dýrmætu andlegu fjársjóðum, sem höfðu leynst í fórum þeirra öld fram af öld. Meðal tilheyrendanna voru þeir Oehlenschlæger og Grúndt- víg. Áhrif Steffens á þá voru geysimikil. Peir sátu eins og í leiðslu undir ræðu hans. Grúndtvíg notaði síðar orðið »þrumu- valdur« til að tákna Steflens og áhrif þau, sem ræða hans hafði á þá, sem heyrðu hana. Upp frá þessum degi er eins og skifti um fyrir þeim að nýju, Grúndtvíg og Oehlenschlæger. Peir voru nú vaknaðir til lífsins. Steiifens hafði beint liuga þeirra að nýjum uppsprettum: hinum fornnorrænu fræðum. Oehlenschlæger settist niður og orti kvæðið »Gullhornin« og síðan fleiri og fleiri skáldrit, sem skipuðu honum í öndvegi meðal skáldsnillinga Norðurlanda. í Grúndtvíg aftur á móti voru orð Steffens lengi að grafa um sig. Hann einangraði sig frá öðrum mönnum, sökti sér niður í rannsóknir og hugleiðingar og bjó yfir þungu. »Pín leið er til fjöldans, en mín er fyrir mig», hefði hann vel mátt segja við Oehlenschlæger. Braut hans var þyrnum strað, og gegnum megna baráttu og þungt sálarstríð öðlaðist hann sína föstu og óbifanlegu lífsskoðun. En þegar stríð- inu var lokið, stóð hann frammi fyrir þjóðinni sterkur og óbifan- legur og gerðist leiðtogi hennar í framsóknarbaráttunni. I. N. F. S. GRÚNDTVÍG OG SKOÐANIR HANS. Gamli Grundtvíg, — svo var hann venjulega kallaður, — er einn af þeim fáu mönnum, sem hefur auðnast að njóta sín til fulls í lífinu, að láta alla þá margföldu hæfileika, sem í þeim hafa búið, na fullum þroska. Hann var hátt á níræðisaldri þegar hann andaðist, hægt og rólega, »eins og sól hnígur til viðar á hausti«. Engar þjáningar, engin banalega var á undan gengið. Herðabreiður og þrekvaxinn, »þettur á velli og þéttur í lund«, fjörlegur og garpslegur var hann jafnt í elli sem æsku. Hann var stæltur og stinnur til líkamsburða og hafði lítt verið kvellisjúkur um dagana. I eðli sínu sameinaði hann tvo gagnstæða eigin- leika, sem sjaldan fara saman: risaorku til allra starfa og því nær óskiljanlega litlar líkamskröfur. Petta óvenjulega líkamsþrek og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.