Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 71
71 ekkert lögin, sem þau yrkja undir; má of oft sjá þessa merki í íslenzkum söngheftum, en í þessu hefti kernur það óvíða að sök; þó má nefna nr. 5, sem byrjar svo: »í dal þar hjarðfólk örsnautt undi.K Þetta er ágætt, þegar það er lesið, en þegar lagið kemur til sögunnar, þá er fyrst sungið: »1 dal þar hjarð—,« svo kemur þögn, og síðan áframhaldið, »-fólk örsnautt undi« ; eins er í síðasta erindinu: »Kært tók hún öll-« þögn »-um komnum gestum.« Aftur á t. d. 2. er. vel við lagið: »í afdal þeim hún ei var borin«; eins 4. er.: »Hún aldin bar og ótal blóma«. Af þessum 20 lögum eru 13 þýzk, 3 dönsk, 2 norsk, 1 íslenzkt og 1 eftir ónafngreindan höfund. Þýzku tónskáldin eru: Adolf Klauwell, (f. 1818, d. 1879), mjög lengi söngkennari í Leipzig. Karl von Winterfeld, (f. 1784, d. 1852), hefur fremur lítið samið af lögum, en er frægur fyrir rit sín 1 söng- fræði og söngsögu. Carl Geisler, (f. 1802, d. 1869), organisti og söng- kennari í Böhmen. Benedict Widmann, (f. 1820, lifir enn); skólastjóri og tónskáld í Frankfurt a, M. Johann Fr. Reichardt, (f. 1752, d. 1814), einn af hinum frægari þýzku »Romance«-tónskáldum. Julius Dúrrner, (f. 1810, d. 1859), hefur samið mörg ágæt lög fyrir 4 karl- mannaraddir; var 15 síðustu árin söngkennari í Edinborg og dó þar. Joseph Schuster, (f. 1748, d. 1812); eftir hann liggur mjög mikið, þó fæst af því sé hér kunnugt; hann dvaldi löngum á Ítalíu. Fr. H. Himmel, (f. 1765, d, 1814): frægt tónskáld; »Hofkapelmester« í Ber- lín á eftir J. Fr. Reichardt. Franz Abt, (f. 1819, d. 1885), hefur búið til fjölda mörg ágæt lög fyrir 4 karlmannaraddir og fjölda »Romancer«; lög hans eru langt yfir þúsund. Ludv. van Beethoven, (f. 1770, d. 1827), eitt af hinum heimsfrægu þýzku tónskáldum á slðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar; var heyrnarlaus með öllu síðustu 15 ár æfi sinnar, og heyrði mjög illa 12 árin næstu þar á undan; hann hefur þannig á líkamlegan hátt ekki heyrt eina nótu í mörgu því bezta, sem hann hefur búið til, og t. d. ekki getað sjálfur heyrt sitt inndæla »Farvel til Pianoet«, sem mörgum hér er kunnugt. Dönsku tónskáldin eru: Christian Barnekow, (f. 1837, lifir enn); hann er einkum frægur fyrir sína andlegu söngva. J. P. E. Hartmann, (f. 1805, d. 1900), einn hinn frægasti söngfræðingur og tónskáld Dana á 19. öld. Hefði ég óskað að eitthvert tilkomumeira lag eftir hann hefði verið tekið í þetta hefti, úr því nokkuð var tekið, því úr miklu var að velja. Norsku tónskáldin eru: Ludv. Lindeman, (f. 1812, d. 1887), organisti og tónskáld; safnaði fram undir þúsund norskum þjóðlögum og fjallbygðalögum, er ekki voru áður skrifuð. Halfdan Kjerulf, (f. 1815, d. 1868); hans »Romancer« eru hver öðrum fallegri; hann og Edv. Grieg eru taldir frægastir norskra tónskálda fyr og síðar. Eitt lag er í safni þessu eftir íslenzkan mann, Sveinbj. Sveinbjörns- son, sem er og lengi hefur verið búsettur í Edinborg, (sbr. Eimr. V. 2. bls. 197), og þykir mér í einu orði sagt mjög mikið til þessa lags koma, bæði lagsins sjálfs og undirspilsins, En þó lögin í »Laufblöð- um« séu, — eins og stendur í formálanum, — »yfir höfuð nógu létt til þess, að þeir, sem skamt eru á veg komnir í söng og hljóðfæraslætti, geti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.