Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 71
71
ekkert lögin, sem þau yrkja undir; má of oft sjá þessa merki í
íslenzkum söngheftum, en í þessu hefti kernur það óvíða að sök; þó
má nefna nr. 5, sem byrjar svo: »í dal þar hjarðfólk örsnautt undi.K
Þetta er ágætt, þegar það er lesið, en þegar lagið kemur til sögunnar,
þá er fyrst sungið: »1 dal þar hjarð—,« svo kemur þögn, og síðan
áframhaldið, »-fólk örsnautt undi« ; eins er í síðasta erindinu: »Kært
tók hún öll-« þögn »-um komnum gestum.« Aftur á t. d. 2. er. vel
við lagið: »í afdal þeim hún ei var borin«; eins 4. er.: »Hún aldin
bar og ótal blóma«.
Af þessum 20 lögum eru 13 þýzk, 3 dönsk, 2 norsk, 1 íslenzkt
og 1 eftir ónafngreindan höfund.
Þýzku tónskáldin eru: Adolf Klauwell, (f. 1818, d. 1879), mjög
lengi söngkennari í Leipzig. Karl von Winterfeld, (f. 1784, d. 1852),
hefur fremur lítið samið af lögum, en er frægur fyrir rit sín 1 söng-
fræði og söngsögu. Carl Geisler, (f. 1802, d. 1869), organisti og söng-
kennari í Böhmen. Benedict Widmann, (f. 1820, lifir enn); skólastjóri
og tónskáld í Frankfurt a, M. Johann Fr. Reichardt, (f. 1752, d.
1814), einn af hinum frægari þýzku »Romance«-tónskáldum. Julius
Dúrrner, (f. 1810, d. 1859), hefur samið mörg ágæt lög fyrir 4 karl-
mannaraddir; var 15 síðustu árin söngkennari í Edinborg og dó þar.
Joseph Schuster, (f. 1748, d. 1812); eftir hann liggur mjög mikið, þó
fæst af því sé hér kunnugt; hann dvaldi löngum á Ítalíu. Fr. H.
Himmel, (f. 1765, d, 1814): frægt tónskáld; »Hofkapelmester« í Ber-
lín á eftir J. Fr. Reichardt. Franz Abt, (f. 1819, d. 1885), hefur búið
til fjölda mörg ágæt lög fyrir 4 karlmannaraddir og fjölda »Romancer«;
lög hans eru langt yfir þúsund. Ludv. van Beethoven, (f. 1770, d.
1827), eitt af hinum heimsfrægu þýzku tónskáldum á slðari hluta 18.
aldar og fyrri hluta 19. aldar; var heyrnarlaus með öllu síðustu 15
ár æfi sinnar, og heyrði mjög illa 12 árin næstu þar á undan; hann
hefur þannig á líkamlegan hátt ekki heyrt eina nótu í mörgu því bezta,
sem hann hefur búið til, og t. d. ekki getað sjálfur heyrt sitt inndæla
»Farvel til Pianoet«, sem mörgum hér er kunnugt.
Dönsku tónskáldin eru: Christian Barnekow, (f. 1837, lifir enn);
hann er einkum frægur fyrir sína andlegu söngva. J. P. E. Hartmann,
(f. 1805, d. 1900), einn hinn frægasti söngfræðingur og tónskáld Dana
á 19. öld. Hefði ég óskað að eitthvert tilkomumeira lag eftir hann
hefði verið tekið í þetta hefti, úr því nokkuð var tekið, því úr miklu
var að velja.
Norsku tónskáldin eru: Ludv. Lindeman, (f. 1812, d. 1887),
organisti og tónskáld; safnaði fram undir þúsund norskum þjóðlögum
og fjallbygðalögum, er ekki voru áður skrifuð. Halfdan Kjerulf, (f.
1815, d. 1868); hans »Romancer« eru hver öðrum fallegri; hann og
Edv. Grieg eru taldir frægastir norskra tónskálda fyr og síðar.
Eitt lag er í safni þessu eftir íslenzkan mann, Sveinbj. Sveinbjörns-
son, sem er og lengi hefur verið búsettur í Edinborg, (sbr. Eimr. V.
2. bls. 197), og þykir mér í einu orði sagt mjög mikið til þessa lags
koma, bæði lagsins sjálfs og undirspilsins, En þó lögin í »Laufblöð-
um« séu, — eins og stendur í formálanum, — »yfir höfuð nógu létt til þess,
að þeir, sem skamt eru á veg komnir í söng og hljóðfæraslætti, geti