Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 41
4'
við höfum fengið, færi okkur ekki einn einasta skilding í búið, þá
munum vér þó á endanum komast að þeirri niðurstöðu, að hún
færir okkur það, sem er miklu meira um vert . . . .«
Pað sem mest amaði að skólanum þennan fyrsta vetur, voru
þrengslin, en alt bjargaðist þó furðanlega af, því samlyndið var
gott og lærisveinarnir hliðruðu til hver fyrir öðrum sem mest
þeir tnáttu. Tríer var það hin mesta ánægja, að umgangast læri-
sveinana eins og vini sína daginn út og daginn inn, og það var
ekki nóg með, að hann væri kennari þeirra, heldur var hann einnig
leiðtogi þeirra í smáu sem stóru Hann lagði mikið að sér þennan
fyrsta vestur og vakti oft langt fram á nætur, til að búa sig undir
fyrirlestrana næsta dag. En hann fann varla til þess, því hann
var þrekmaður hinn mesti og skólastarfið var hans líf og yndi,
enda keptust lærisveinarnir hver við annan að létta undir með
honum og gera honum alt til geðs.
Skólalífinu var þannig háttað, að lærisveinarnir söfnuðust saman
laust fyrir kl. 8 á morgnana og fengu sér árbít: kaffi og smurt
brauð. Að afloknum morgunsöng hélt Tríer fyrirlestur um sögu
Norðurlanda. Kl. 10 kom aðstoðarkennarinn, sem bjó á næsta
bæ. Hann kendi síðan reikning, lestur, réttritun og landfræði til
hádegis. Pá var gengið til miðdegisverðar. Pví næst hélt Tríer
fyrirlestur um mantilífið og veraldarsöguna, og var síðan kenslunni
haldið áfram til kl. 5. Frá kl. 5—6 var hver sjálfráður um störf
sín og tók síðan við kvöldverður: brauð og svínafeiti, grautur og
mjólk. Kl. 7 kom aðstoðarkennarinn þrisvar í viku og hélt fyrir-
lestra um nýju söguna og þjóðfélagslífið í Danmörku og þroska
þess. Tvisvar í viku las Tríer upp á vökunni dönsk skáldrit.
Skólastofudyrnar voru þá opnaðar og í fordyrinu þyrptist fólk
saman úr nágrenninu til að hlýða á lesturinn, og heimilisfólkið var
ætíð viðstatt. Jafnvel húsmóðirin sjálf tók rokkin með til að geta
hlýtt á, án þess að hafa af sér vinnu. Eftir að klukkan var orðin
81/* lét Tríer sér ant um að ró og friður kæmist á, til þess að
lærisveinarnir gætu starfað í næði að lestri og skrift, og hann var
að jafnaði sjálfur inni hjá þeim, til að leiðbeina þeim og rétta
þeim hjálparhönd, ef við þyrfti.
Pegar veturinn var um garð genginn, fór Tríer að hugsa til
að færa út kvíarnar. Hann keypti dálitla landspildu kippkorn frá
þorpinu og lét reisa þar skólahús. Hann réðist í þetta fyrirtæki
öruggur og vongóður, þótt hann væri alveg félaus. Pað var eitt