Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 40
40 við skólasetninguna, var bóndinn Níels Jokum Termansen. Hann var einn fremstu bænda röð í Danmörku, og af því ræða hans einmitt tók svo vel fram aðalkjarnann í alþýðuháskólastarf- inu, og um leið sýnir, hvað vel þessi maður kunni að meta þýð- ingu þess, skal hér tilfært stutt ágrip af henni: ..........»það sem við keppum eftir með skólastarfinu, er að greiða ljósinu veg um alt landið, jafnt inn í hreysi fáæklinganna og inn í hina glæstu sali auðmannanna. Vér erum lítil þjóð, að tölunni til ein af hinum minstu í veröldinni; vér megum því einkis manns missa, vér verðum að reyna að ná öllum inn í fylkinguna með oss í framsóknarbaráttunni. Pað er ekki nóg, að einn og einn maður á stangli, sem er gæddur meira en meðalhæfileikum, verði hluttak- andi í fræðslunni og gangi undir merkið í baráttunni, vér verðum að reyna að ná í alla, hvar sem þá er að finna, sem hafa eyrun opin fyrir andlegum áhrifum, og leiða þá með oss inn í baráttuna fyrir því, sem helzt má verða til þjóðþrifa. Peir eru auðvitað margir, sem eru á þeirri skoðun, að það eigi að vera mark og mið allra skóla, að veita lærisveinunum til- sögn og þekkingu í vissum greinum og telja það aðalskilyrðið fyrir dugnaði og áliti í lífinu. Petta getur nú verið gott og blessað, og víst er um það, að við sláum ekki hendinni við fræðslu um neitt það, sem að einhverju leyti getur komið að gagni i lífinu. En aðalstarf alþýðuháskólans er það, að opna augu hinnar ungu kyn- slóðar fyrir öllu því í mannlegu lífi, sem er göfugt, fagurt og gott, og þó einkum í lífi vorrar eigin þjóðar, að vekja, styrkja og næra ástina á ættjörðinni og móðurmálinu með öllum þeim djúpu og fögru hugmyndum, sem það felur í sér í söng og sögu frá eldri og yngri tímum. Pessari fræðslu, sem við keppum eftir, er ekki þannig varið, að hún kalli okkur frá því lifsstarfi, sem okkur er ætlað í mann- félaginu, þótt það kunni að vera litilfjörlegt, heldur fylgir hún oss til hinna lægstu og lítilmótlegustu starfa og gefur þeim sína réttu þýðingu í augum vorum. Vér, sem höfum hrept það hlutskifti að erja akurinn, megum ekki láta oss detta það 1 hug, að þetta starf sé orðið lítilmótlegt fyrir oss, þó vér höfum fengið ofurlítinn snefil af menningu. Með því að feta dyggilega okkar spor á eftir arðr- inum, munum vér með fögnuði komast að raun um, að sönn og og heillavænleg fræðsla er hið sama fyrir mannshjartað og sólin með ljósi sínu og yl er fyrir moldina. Og þó að fræðslan, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.