Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1902, Side 40
40 við skólasetninguna, var bóndinn Níels Jokum Termansen. Hann var einn fremstu bænda röð í Danmörku, og af því ræða hans einmitt tók svo vel fram aðalkjarnann í alþýðuháskólastarf- inu, og um leið sýnir, hvað vel þessi maður kunni að meta þýð- ingu þess, skal hér tilfært stutt ágrip af henni: ..........»það sem við keppum eftir með skólastarfinu, er að greiða ljósinu veg um alt landið, jafnt inn í hreysi fáæklinganna og inn í hina glæstu sali auðmannanna. Vér erum lítil þjóð, að tölunni til ein af hinum minstu í veröldinni; vér megum því einkis manns missa, vér verðum að reyna að ná öllum inn í fylkinguna með oss í framsóknarbaráttunni. Pað er ekki nóg, að einn og einn maður á stangli, sem er gæddur meira en meðalhæfileikum, verði hluttak- andi í fræðslunni og gangi undir merkið í baráttunni, vér verðum að reyna að ná í alla, hvar sem þá er að finna, sem hafa eyrun opin fyrir andlegum áhrifum, og leiða þá með oss inn í baráttuna fyrir því, sem helzt má verða til þjóðþrifa. Peir eru auðvitað margir, sem eru á þeirri skoðun, að það eigi að vera mark og mið allra skóla, að veita lærisveinunum til- sögn og þekkingu í vissum greinum og telja það aðalskilyrðið fyrir dugnaði og áliti í lífinu. Petta getur nú verið gott og blessað, og víst er um það, að við sláum ekki hendinni við fræðslu um neitt það, sem að einhverju leyti getur komið að gagni i lífinu. En aðalstarf alþýðuháskólans er það, að opna augu hinnar ungu kyn- slóðar fyrir öllu því í mannlegu lífi, sem er göfugt, fagurt og gott, og þó einkum í lífi vorrar eigin þjóðar, að vekja, styrkja og næra ástina á ættjörðinni og móðurmálinu með öllum þeim djúpu og fögru hugmyndum, sem það felur í sér í söng og sögu frá eldri og yngri tímum. Pessari fræðslu, sem við keppum eftir, er ekki þannig varið, að hún kalli okkur frá því lifsstarfi, sem okkur er ætlað í mann- félaginu, þótt það kunni að vera litilfjörlegt, heldur fylgir hún oss til hinna lægstu og lítilmótlegustu starfa og gefur þeim sína réttu þýðingu í augum vorum. Vér, sem höfum hrept það hlutskifti að erja akurinn, megum ekki láta oss detta það 1 hug, að þetta starf sé orðið lítilmótlegt fyrir oss, þó vér höfum fengið ofurlítinn snefil af menningu. Með því að feta dyggilega okkar spor á eftir arðr- inum, munum vér með fögnuði komast að raun um, að sönn og og heillavænleg fræðsla er hið sama fyrir mannshjartað og sólin með ljósi sínu og yl er fyrir moldina. Og þó að fræðslan, sem

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.