Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 46
46 lauslegt eftirlit, án þess að láta sér koma til hugar að blanda sér í kensluna eða fyrirkomulag þeirra yfir höfuð. Hver sá háskóli, sem getur sannað að hann hafi io fasta lærisveina, má búast við að fá styrk. Úr amtssjóðunum er þar á ofan veittur ríflegur styrkur til fátækra lærisveina. Eftir að alþýðuháskólarnir voru búnir að ryðja sér svo til rúms, að framtíð þeirra var trygð og nytsemi þeirra viðurkend um alt land, var (1878) stefnt til allsherjar háskólafundar í Kaupmannahöfn til að ræða um uppástungu Grúndtvígs um allsherjarhá- skóla, er væri eins og aðalból alþýðufræðsl- unnar í Danmörku. Árangurinn af þessum fundi var sá, að í Askov var efnt til nokk- urs konar æðri alþýðuháskóla eða framhalds- háskóla, þar sem háskólalærisveinunum var gefinn kostur á að afla sér meiri og víðtæk- ari menningar, en hinir skólarnir létu í té. Forstöðumaðurinn fyrir þessum skóla er Lúð- víg Schröder, einn af hinum fremstu og merkustu forgangsmönnum alþýðuháskólastefnunnar. Til Askov- háskóla er alt vandað sem mest má verða og kennararnir úrvals- menn. Einn af þeim er Povl la Cour, sjálfsagt einhver sá bezti og áhrifamesti alþýðukennari, sem Danir eiga. Hann er djúpskygn vísindamaður og hug- vitsmaður og nafnkunnur urn víða veröld fyrir uppgötvanir sínar; en í Danmörku er honum engu síður við brugðið fyrir mann- kosti sína. Af þessum ástæðum er Askov- háskóli mjög fjölsóttur og er nú venjulega talinn fremstur allra alþýðuháskóla í Dan- mörku. Námsgreinarnar eru þessar: Ver- aldarsaga, Norðurlandasaga, biblíu- saga og biblíuskýring, landfræði, eðl- isfræði, efnafræði með verklegum æf- ingum, náttúrufræði, stærðfræði, teikning, grundvallar- lög Danmerkur og réttarfar, móðurmálið, bókmenta- saga, bókfærsla, söngur og líkamsæfingar. Peir, sem æskja þess, geta einnig fengið tilsögn í norrænu, þýzku og ensku. Lærisveinar þeir, sem njóta þessarar framhaldskenslu í Nörregaard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.