Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 69
69
menn sent 3,7°° miljónir punda af mjólk, og úr henni hafa þau
búið til 137 miljónir punda af smjöri, sem hefir verið 133 milj.
króna virði.
Árið 1901 vóru flutt 162,114,000 pund af dönsku smjöri tii
Englands, sem vóru 162,012,000 króna virði, eða að meðaltali 998/io
au. hvert pund. Með öðrum orðum: af öllu því smjöri, sem það ár
var innflutt til Englands, kom 4'2,2°/o frá Danmörku, og að verðinu
til var það 46,4°/o af öllu því, sem inn var flutt. Meðalverðið á
dönsku smjöri á Englandi var 12,7 au. hærra en á smjöri ann-
arra landa, svo að Danmörk fékk 20,588,000 kr. meira fyrir sitt
smjör, en hún hefði fengið, ef meðalverðið heföi verið sama ög
á smjöri annarra landa.
Pá eru félagsslátrunarbúin eða hlutaslátranirnar.
Fyrsta hlutaslátrunin var stofnuð í Hrossnesi (Horsens) 1887 og
var P. Böjsen aðalfrumkvöðull þess. Nú eru hlutaslátranirnar
26 og nemur stofnfé þeirra og nytjafé 6^/2 miljónum króna. Hlut-
hafar þeirra eru 64,900 og var árið 1901 í þeim slátrað 636,000
svínum og 10,000 nautgripum, sem vóru 39 milj. króna virði.
Árið 1901 vóru útflutt til Englands 107,682,000 pund af dönsku
fleski, sem var 58,544,000 kr. virði, og verður það að meðaltali
54,4 au. fyrir hvert pund. Meðalverðið á dönsku fleski er á Eng-
13 aurum hærra á hverju pundi en á fleski annarra landa. Danir
fengu því 16 milj. kr. meira fyrir flesk sitt, heldur en þeir hefðu
fengið, ef þeir hefðu orðið að sætta sig við sama meðalverö og
önnur lönd.
Pá er að minnast á eggin. »Hið danska hluta-eggjaútflutn-
ingsfélag« var stofnað [885 og síðan hafa fleiri félög myndast.
Alt fram að árinu 1890 vóru dönsk egg álitin léleg vara á Eng-
landi, en nú er verð þeirra orðið jafnhátt frönskum eggjum, sem
sé 116 aura fyrir hvert tvítygi (20) eggja, þar sem það landið,
sem næst kemst (Kanada), fær ekki nema 110 aura. Meðalverð
eggja frá öðrum löndum á Englandi er ekki nema 94,2 au., eða
22 au. minna fyrir tvítygið en af dönskum eggjum. Par sem nú
Danmörk flytur 18 milj. tvítygja eggja til Englands, þá nemur
þetta fyrir árið 1901 4 milj. kr. meira, en ef hún hefði orðið að
sætta sig við meðalverð annarra landa.
Danir hafa því á árinu 1901 fengið 40^/2 miljón króna
meira fyrir smjör, flesk og egg, heldur en þeir hefðu fengið, ef
borgunin hefði verið álíka og meðalverð annarra landa.