Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 15
'5
efnum. Hann hélt áfram kennimannlegu starfi, að því leyti, að
hann gaf út prédikanir, hann skýrði nánar og rökstuddi hinar ein-
kennilegu skoðanir sínar á veraldarsögunni og gobafræði Norður-
landa, hann orti fjöldann allan af kvæðum, ritaði timaritsgreinar um
bókmentir o. m. fl. og tók sér loks fyrir hendur að þýða Dana-
sögu Saxa, hina latnesku, Heimskringlu Snorra Sturlusonar og
Bjóvúlfsdrápu úr engilsaxnesku. En öll þessi ritstörf áttu sam-
rnerkt að því leyti, að þau beinlínis eða óbeinlínis voru runnin af
rótum hinnar einkennilegu kristilegu-norrænu eba kristilegu-sögu-
legu lífsskoðunar, sem var ríkjandi hjá honum.
Eins og að líkindum ræður, var klerkastéttin Grúndtvíg mjög
andvíg. Klerkarnir gátu ekki eftir aðfarir hans taíið hann af sínu
sauðahúsi, og þeir reru að því öllum árum, að hann fengi ekki
prestslega stöðu í Kaupmannahöfn. þeir höfðu beyg af þessum
unga og óstýriláta stéttarbróður, sem vofði yfir þeim eins og sverð
reiðinnar með sínar ströngu og hlífðarlausu kröfur, jafnskjótt og
hann sá þá sveigja út af réttri braut. En þrátt fyrir alla mót-
spyrnu af þeirra hálfu, komst hann samt að sem aðstoðarprestur
við Frelsarakirkjuna. Fyrst framan af gekk alt skaplega og skikk-
anlega, en það hélzt ekki lengi. Um líkt leyti hafði skynsemis-
trúarflokknum bæzt nýr maður, framgjarn og fjölhæfur. Pað var
Henrik Nikolai Clausen, háskólakennari. Hann var þegar frá upp-
hafi sjálfkjörinn forvígismaður þessarar stefnu og komst brátt í
mikið álit. Peim, sem þektu þá báða, Grúndtvíg og hann, þótti
fyrirsjáanlegt, að þeim mundi lenda saman fyr eða síðar, og þess
var heldur ekki langt að bíða. Árið 1825 gaf Clausen út rit um
samanburð á kirkjustjórn, kenningu og kirkjusiðum kaþólsku og
lúthersku kirkjunnar, og varð ritið þeirn að ágreiningsefni. 2 dög-
um eftir að ritið kom út, svaraði Grúndtvíg með bækling, sem
hann kallaði »Svar kirkjunnar«. Bæklingurinn var mjög sár-
og bituryrtur og Grúndtvíg játaði sjálfur síðar, að það hafi verið
tilgangurinn, að láta til skarar skríða með þeim og að knýja kirkju-
stjórnina til ýtarlegrar rannsóknar á því, hvor flokkurinn hefði rétt-
ara fyrir sér. Petta var því í raun og veru ekki persónuleg deila
milli tveggja manna, heldur milli tveggja andstæðra trúarskoðana, milli
hinnar föstu, ströngu biblíutrúar og hinnar köldu og bragðdaufu skyn-
semistrúar. I bæklingnum fer Grúndtvíg mjög óvægilegum orðum
um mótstöðumann sinn og ber honum það á brýn, að hann, guð-
fræðiskennarinn við háskólann og leiðtogi hinnar ungu mentakyn-