Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 22
22 bókstafurinn. »Mér var þab gefið,« segir Grúndtvíg, »að uppgötva hið þýðingarmikla náttúrulögmál um verkun og áhrif andans gegn- um hið lifandi orð.« Hann var mjög mótfallinn skólafyrirkomu- laginu eins og það var þá í Danmörku, einkum að því er snerti hina lærðu skóla, og endurminningar hans sjálfs frá skólaárunum voru ekki glæsilegar. Hinn tómlegi og andlausi blær, sem hvíldi yfir þessum mentastofnunum, drap niður hinu saklausa tilfinninga- lífi æskulýðsins og gerði lærisveinana að köldum og ógeðslegum sjálfbirgingum. Æskuendurminningarnar og hin alvarlega um- hugsun á fullorðinsárunum runnu saman hjá Grúndtvíg og komu honum til að kveða upp strangan áfellisdóm yfir hinum lærða skóla, — »svartaskóla«, er hann kallaði svo —, sem á óeðlilegan hátt leitast við að troða þurrum vísindalegum undirstöðuatriðum inn í óþroskaðar barnssálir og krýnir svo þetta andlausa hnoð með hreint og beint kínverskum yfirheyrslum. Fyrir utan þetta alt saman stendur þjóðin, alþýðan, og glápir á þetta átrúnaðar- goð sitt með undrun og lotningu og fórnar því orðalaust svo þúsundum skiftir af gáfuðum og tápmiklum ungmennum, sem það sýgur lífsaflið úr og skilar síðan aftur sviftum sakleysi æskunnar, en fullum af þurrum lærdómi, sjálfbirgingsskap og hroka. Eins og flestum mönnum, sem berjast af alefli fyrir stórum málefnum, hættir Grúndtvíg við að taka of djúpt í árinni. Petta er einkenni flestra stórmenna; ákafinn knýr þá of langt, þeir bruna áfram í algleymingi og ryðja öllu, sem á vegi verður, burt eða troða undir fótum án þess að hyggja nákvæmlega að, hvort það ekki einnig hafi sitt gildi. Þetta er eðlilegt. Eeir, sem berjast fyrir stórum og göfugum hugsjónum, sem þeir eru reiðubúnir að leggja lífið í sölurnar fyrir, festa augun beint á hinu dýrðlega tak- marki og skeyta ekkert um smáatriðin, aukaatriðin, sem verða á veginum, því þau gera ekki annað en hefta förina. Þannig er ástatt með Grúndtvíg. Hugsunin, sem vakti fyrir honum, er þessi: Allur bóklestur og alt bóknám, sem ekki rennur saman við tilsvarandi innra líf hjá lesandanum, er andlaust gutl, dauður fjársjóður. Hinn lærði skóli fer vilt á tvennan hátt: Hann leitast við að troða þurrum fræðum inn í óþroskaðar barnssálir, áður en þær eru færar um að melta þau, og hann byggir á óþjóð- legum grundvelli. Hann beygir kné sín fyrir hinum rómverska þjóðaranda, sem er svo gersamlega andstæður og ólíkur hinum norræna þjóðaranda og stendur honum langt á baki, að því er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.