Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 18

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 18
i8 sammerkt við lífsbraut hvers einstaks manns, að hægt sé að gera þar greinarmun á bernsku-, æsku-, fullorðins- og ellialdri. Hann tekur þetta fram sem nauðsynlegt grundvallarskilyrði fyrir því, að geta skilið til fullnustu samhengi söguviðburðanna og innbyrðis af- stöðu þeirra. I æskunni lifir einstaklingurinn nokkurskonar drauma- lífi í fögrum og glæstum framtíðarvonum; á fullorðinsaldrinum tekur hann til starfa og beitir kröftunum, berst fyrir því, að breyta von- ardraumunum í líf og láta þá ná uppfyllingu; elliárin helgar hann hugleiðingunum og endurminningunni. Pessi þrjú aldursskeið manns- ins falla aftur saman við hin þrjú sálareinkenni hans: hugsjón, til- finningu og skynsemi, og ráða þessi einkenni tiltölulega mestu hjá honum hvert á sínu aldursskeiði. Alveg eins er því háttað með líf hverrar þjóðar fyrir sig, og í enn víðtækari skilningi með líf mannkynsins í heild sinni. Pó er það engan veginn svo að skilja, að þetta sé alt föstum reglum bundið og að hvert aldursskeiðið fyrir sig renni altaf óslitið yfir í hið næsta, eða að þjóðunum auðn- ist altaf að njóta sín og ná fullum þroska fremur en hverjum ein- stakling. Pað er eingöngu hjá aðalþjóðum sögunnar, að vér sjáum lífið í fullkominni mynd, því þeim einum hefur auðnast að njóta sín til fulls á öllum stigum lífsins. Margar meðal hinna einstöku þjóða hafa liðið undir lok, dottið úr sögunni á bezta aldri, æsku- aldrinum eða þroskaaldrinum, eins og títt er um einstaklingana. Pegar vér viljum grenslast eftir einkennisatriðum sögunnar eða al- þjóðalífsins yfir höfuð, verðum vér að snúa oss að sögu aðalþjóð- anna, eins og vér snúum oss að mikilmennunum, þegar um líf ein- staklingsins er að ræða, því þeir ná í lífi sínu meiri og dýpri þroska en miðlungspersónurnar. Ef vér t. d. lítum á aðalþjóðir fornaldarinnar, Gyðinga, Grikki og Rómverja, þá finnum vér sönnun fyrir þessari skoðun og sjáum um leið hið jafnhliða samband milli einkenna þjóðanna annars vegar og einkenna einstaklingsins hins vegar, sem lifir sínu sérstaka, auðkenda lífi, felur í sér sérstakar hvatir og eðliseinkenni og er sérstakt ætlunarverk áskapað í lífinu alt frá byrjun. Pannig auðkendi hugmyndin um hinn lifandi guð aðal- lega þjóðlíf Gyðinga, stjórnlífið og borgaralífið var aðalgrundvöll- urinn í lífi Grikkja og hernaðurinn varpaði sérstökum blæ yfir líf Rómverja. Innan þessara aðaleinkenna sér aftur greinilega móta fyrir þrískifúngunni í lífi hverrar þjóðarinnar fyrir sig. Æsku- eða hugsjónaaldur Gyðinga fellur saman við feðratímabilið, tilfinninga-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.