Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 47
47 Askov, fá venjulega svo víðtæka mentun, að þeir eftir á eru færir um að takast á hendur kenslustörf við hina háskólana. Árið 1895 gengust nokkrir af forvígismönnum og vinum al- þýðuháskólanna fyrir því, að haldnir yrðu árlega að haustinu til (í septembermánuði) fyrirlestrar við háskólann í Kaupmannahöfn fyrir kennara og kenslukonur frá alþýðuháskólunum. Tilgangurinn með þessum fyrirlestrum er sá, að leiða tilheyrendurna til ná- kvæmari og dýpri rannsókna í ýmsum sérstökum vísindagreinum og koma þeim í samband við hinar nýrri stefnur og framfarir í heimi vísindanna. Fyrirlestrarnir eru haldnir af kennurunum við háskólann og öðrum nafnkutinum vísindamönnum. Aðgangurinn er ókeypis og auk þess fá margir af tilheyrendunum ferðastyrk og 2 kr. á dag í fæðispeninga. Pessir fyrirlestrar hafa mjög vekjandi og örvandi áhrif á tilheyrendurna og hafa fyllilega náð tilgangi sínum: að fyrirbyggja það, að alþýðuháskólakennararnir dragist aftur úr og verði á eftir tímanum í andlegu tilliti í einverunni úti á landinu. Petta samband sýnir bezt, hve vel alþýðuháskólunum hefur tekist að ná takmarki sínu og ryðja sér til rúms. Pað er nú svo komið7 að hinn veglegi Kaupmannahafnarháskóli er búinn að knésetja al- þýðuháskólastefnuna, sem hann fyrir rúmum mannsaldri síðan hreykti sér upp yfir með þótta og dramblæti og vildi ekki líta við. I sambandi við alþýðuháskólana og í skjóli þeirra hafa mynd- ast ýms félög, er vinna að sama takmarki og þeir; sömuleiðis hefur verið stofnað til ýmsra annarra fyrirtækja í líkum anda. Pannig hafa myndast »fyrirlestrafélög« víðsvegar um land, þar sem menn koma saman öðru hvoru til að hlýða á fyrirlestra um ýms efni og taka þátt í samræðum. Pessi félög hafa reist sér samkomuhús í flestum sóknurn, og eru húsin einnig notuð til líkamsæfinga fyrir æskulýðinn. Fyrirlestrarnir eru aðallega haldnir af prestum, barnakennurum og kennurum frá alþýðuháskólunum. Enn fremur hafa svonefnd »háskólaheimili« verið sett á stofn í öllum fjölmennari bæjum í Danmörku. Pau eru þannig til komin, að gamlir háskólalærisveinar og aðrir, sem fylgja sömu stefnu og lífs- skoðun, hafa fundið hvöt hjá sér til að leita samvistar hver við annan á einhverjum þokkalegum og þægilegum stað, þar sem ekki væri haft vín um hönd, eins og tíðast er á opinberum gistihúsum. Geta menn leitað á þessi heimili til að fá sér mat og gistingu og átt það víst, að hitta þar fyrir sér menn, sem fylgja háskólastefn- unni og hafa líkar skoðanir og þeir í málefnum, er snerta kirkju- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.