Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 47
47
Askov, fá venjulega svo víðtæka mentun, að þeir eftir á eru færir
um að takast á hendur kenslustörf við hina háskólana.
Árið 1895 gengust nokkrir af forvígismönnum og vinum al-
þýðuháskólanna fyrir því, að haldnir yrðu árlega að haustinu til
(í septembermánuði) fyrirlestrar við háskólann í Kaupmannahöfn
fyrir kennara og kenslukonur frá alþýðuháskólunum. Tilgangurinn
með þessum fyrirlestrum er sá, að leiða tilheyrendurna til ná-
kvæmari og dýpri rannsókna í ýmsum sérstökum vísindagreinum
og koma þeim í samband við hinar nýrri stefnur og framfarir í
heimi vísindanna. Fyrirlestrarnir eru haldnir af kennurunum við
háskólann og öðrum nafnkutinum vísindamönnum. Aðgangurinn er
ókeypis og auk þess fá margir af tilheyrendunum ferðastyrk og
2 kr. á dag í fæðispeninga. Pessir fyrirlestrar hafa mjög vekjandi
og örvandi áhrif á tilheyrendurna og hafa fyllilega náð tilgangi
sínum: að fyrirbyggja það, að alþýðuháskólakennararnir dragist aftur
úr og verði á eftir tímanum í andlegu tilliti í einverunni úti á landinu.
Petta samband sýnir bezt, hve vel alþýðuháskólunum hefur tekist
að ná takmarki sínu og ryðja sér til rúms. Pað er nú svo komið7
að hinn veglegi Kaupmannahafnarháskóli er búinn að knésetja al-
þýðuháskólastefnuna, sem hann fyrir rúmum mannsaldri síðan
hreykti sér upp yfir með þótta og dramblæti og vildi ekki líta við.
I sambandi við alþýðuháskólana og í skjóli þeirra hafa mynd-
ast ýms félög, er vinna að sama takmarki og þeir; sömuleiðis
hefur verið stofnað til ýmsra annarra fyrirtækja í líkum anda.
Pannig hafa myndast »fyrirlestrafélög« víðsvegar um land,
þar sem menn koma saman öðru hvoru til að hlýða á fyrirlestra
um ýms efni og taka þátt í samræðum. Pessi félög hafa reist
sér samkomuhús í flestum sóknurn, og eru húsin einnig notuð til
líkamsæfinga fyrir æskulýðinn. Fyrirlestrarnir eru aðallega haldnir
af prestum, barnakennurum og kennurum frá alþýðuháskólunum.
Enn fremur hafa svonefnd »háskólaheimili« verið sett á stofn
í öllum fjölmennari bæjum í Danmörku. Pau eru þannig til komin,
að gamlir háskólalærisveinar og aðrir, sem fylgja sömu stefnu og lífs-
skoðun, hafa fundið hvöt hjá sér til að leita samvistar hver við
annan á einhverjum þokkalegum og þægilegum stað, þar sem ekki
væri haft vín um hönd, eins og tíðast er á opinberum gistihúsum.
Geta menn leitað á þessi heimili til að fá sér mat og gistingu og
átt það víst, að hitta þar fyrir sér menn, sem fylgja háskólastefn-
unni og hafa líkar skoðanir og þeir í málefnum, er snerta kirkju- og