Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 52
52 Á veturna var venjulega risið úr rekkju laust fyrir kl. 7 á morgnana, Peir, sem tóku þátt í iðnaðarnáminu, höfðu þá venju- lega líkamsæfingar eina klukkustund. Pví næst var drukkið morg- unkaffi og að því búnu söfnuðust lærisveinarnir til morgunsöngs og bænagerðar. Skólastjórinn sjálfur mælti fram hina postullegu trú- arjátningu, og leggja Grúndtvígssinnar mikla áherzlu á hana af ástæbum, sem ekki verður skýrt frá hér. Að því búnu byrjaöi kenslan og var að jafnaði fyrsta kenslustundin ætluð land- og þjóð- lýsingu. Pað er áður tekið fram um kensluna á alþýðuháskólun- að hún er nær því eingöngu bygð á munnlegri frásögn. Allar kenslustundir byrja og enda með söng, og er það eitt af ein- kennisatriðum alþýðuháskólanna. Söngurinn lífgar og fjörgar og hefur meiri og dýpri þýðingu, en margur heldur. Kenslan er að- allega bygð á því, að vekja lærisveinana til athygli og sjálfstæðrar umhugsunar, að vekja hjá þeim sjálfstætt persónulegt líf, og um leið að gera það ljóst og skiljanlegt fyrir þeim, sem farið er með. Við land- og þjóðlýsingar er t. d. ekki lögð nein sérleg áherzla á upptalningu fylkja, fjalla, fljóta og borga eða íbúatölu og þess háttar, þó þess sé auðvitað getið, heldur á atvinnugreinarnar og samband þeirra við landslagið og loftslagið, á lífskjör þjóðanna og eðli þeirra, á samgöngur og innbyrðis viðskifti. Til skýringar eru stundum sýndar skuggamyndir af landslagi, stórbyggingum og stórvirkjum ýmsra landa. 011 kenslan er þannig í því innifalin, að leiða nemendunum reglulega ljóst fyrir sjónir líf og kjör þjóðanna og stöðu þeirra hverrar um sig í menningarlífi mannkynsins. Að því er mannkynssöguna snertir, er ,aðaláherzlan lögð á að gera grein fyrir tildrögum og afleiðingum viðburðanna, að einkenna tímabil og persónur og benda á hinar dýpri orsakir, sem ætíð liggja á bak við sjálfa viðburðarásina og stýra henni, og að sýna fram á menningargildi þeirra aðalstefna hverrar um sig, sem komið hafa fram í sögunni o. s. frv. Kl. 9—10 var gengið til morgunverðar og var það smurt brauð með osti og heimagert öl til drykkjar. Pá var aftur tekið til starfa við réttritun, teikningu og ýmsar sérstakar fræðigreinar í hverri deildinni fyrir sig og stóð það til hádegis. Á hádegi var aðalfyrirlesturinn haldinn og söfnuðust þá allir í sal skólans. Var þar stundum saman komið á þriðja hundrað manns, því allir vildu heyra Tríer sjálfan tala. Sumt af vinnufólk- inu við skólann réði sig með því skilyrði, að mega hlýða á ræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.