Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 50
Á síðasta áratugi hefur háskólahreyfingin einnig gert vart við sig á Finnlandi. Par er það stúdentaflokkurinn, sem hefur gengist fyrir henni. I Danmörku var reynslan búin að leiða það í ljós fyrir löngu, að alþýðuháskólarnir voru eitt hið öflugasta meðal til að styrkja og glæða þjóðræknistilfinninguna hjá alþýð- unni. Eins og flestum mun kunnugt er svo ástatt hjá Finnum, að þeir verða að berjast af alefli gegn yfirgangi Rússa, til að varðveita þjóðerni sitt. I þessum tilgangi hafa stúdentar gengist fyrir stofnun alþýðuháskóla til og frá um landið. En þeir eiga í vök að verjast með þessa skóla, og það sannar máske betur en nokkuð annað, hve mikla þýðingu þeir hafa fyrir þjóðlífið í heild sinni, að stjórnin berst á móti þeim og reynir á allar lundir að hnekkja þeim. Pjóðverjar, Austurríkismenn, Frakkar og Englendingar eru á síðari árum farnir að veita alþýðuháskólum Dana mikla eftirtekt, og hafa ýmsir merkir menn úr þessum löndum ferðast til Dan- merkur, til að kynna sér háskólastefnuna. Pessir menn hafa allir verið á eitt sáttir um þýðingu og nytsemi háskólanna, en enn sem komið er hefur ekki verið gerð nein tilraun til að koma þeim á meðal þessara þjóða, svo menn viti til. IV. LÍFIÐ Á ALPÝÐUHÁSKÓLUNUM. Alþýðuháskólarnir í Danmörku liggja venjulega á fögrum og friðsælum stað, stundum nokkuð afskekt, eins og þeir leiti einver- unnar og vilji sem mest draga sig út úr glaumi og glaðværð lífs- ins. I kringum sjálfan skólann liggja útihúsin og bústaðir kenn- aranna, og í skjóli þeirra rísa svo aftur ýmsar aðrar byggingar, er tilheyra handiðnamönnum og öðrum, sem að einhverju leyti eru tengdir við skólann og hafa atvinnu af honum. Stundum sést kirkjuturn gnæfa við himni inni í miðri þyrpingunni. Pegar maður sér þessa húsaþyrpingu álengdar, dettur manni ósjálfrátt í hug klaustrin á miðöldunum, en þegar nær dregur, verður svipurinn allur annar. Pað þarf ekki langan tíma til að ganga úr skugga um, að hér sitja engir kúrulegir munkar, því lífið og fjörið eins og streymir á móti manni og söngur og háreysti kveður við úr hverju skoti. Fyrirkomulagið á alþýðuháskólunum er þannig, að 5 vetrar- mánuðina — nóvember-marz — er haldinn skóli fyrir karlmenn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.