Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 62
Ö2 ingi og það er lafhægt.« Hann bendir síðan á byltingar þær, sem urðu á öllum búnaðarhögum Dana á árutium 1870—80, og sem stöfuðu af því, að kornið féll á fáum árum geysilega í verði, sökum samkepni frá Ameríku og víðar að. fá reis öll bænda- stéttin í Danmörku upp eins og einn maður, tók upp alveg nýja stefnu í búnaði og fylgdi henni fram af aðdáanlegu kappi og dugn- aði. Peir hættu að byggja alt sitt traust á kornræktinni, tóku upp kvikfjárrækt í stórum stíl og settu félagsbú á stofn til smjör- og ostagerðar. Petta snarræði bændastéttarinnar, þegar ekki var annað fyrirsjáanlegt en gersamlegt hrun í efnalegu tilliti, bjargaði ekki aðeins högum hennar við, heldur leiddi þjóðina inn á nýja framfarabraut til enn meiri efnalegrar velgengni en áður, og flestir munu vera á því, að þetta sé mestmegnis að þakka áhrifum al- þýðuháskólanna. Pað má þannig óhikað segja, að alþýðuháskól- arnir eiga að miklu leyti skilið heiðurinn fyrir að hafa gert Dani að einni af ríkustu þjóðunum í Evrópu, þar sem þeir áður voru ein af fátækustu þjóðunum.1 Mr. Thornton lýkur máli sínu með þessum orðum: »Meira en helmingur allra nemenda á búnaðarskólunum, og það að jafn- aði hinir efnilegustu meðal þeirra, hafa áður gengið á alþýðuhá- skóla. Að danska smjörið er svo gott, kemur til af því, að það er blandað skýrleik og vitsmunum. eins og sagt hefur verið um litina hjá málaranum Opie. Englendingar eiga enn þá eftir að láta sér skiljast, að öll sérmentun, hvort sem er hjá æðri eða lægri, verður að byggjast á víðtækri og frjálslegri almennri fræðslu, til þess að hún geti fyllilega náð tilgangi sínum.« Ef ég svo að lokum ætti að einkenna alþýðuháskólastarfið í 'örfáum orðum, þá finst mér ekki vera hægt að gera það með öðru betur en því, að vísa til heiðaræktunarinnar í Danmörku. Pað sem Dalgas og aðstoðarmenn hans hafa unnið í verklegu tilliti, — að breyta sandauðnum og gróðurlausum heiðadrögum í frjósamar ekrur og fagra skógarlunda —, það sama hafa háskólarnir unnið í andlegu tilliti, og væntir mig að flestir muni telja það hlutverk fagurt og þýðingarmikið. 1 Mönnum hefur talist svo til, að eignahlutfallið hjá einstaklingunum meðal eftir- taldra þjóða væri þannig: A Bretlandi 4446 kr.; í Danm. 4140 kr.; á Frakklandi 4032 kr.; á fýzkalandi 2800 kr. og á Rússlandi 990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.