Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 61
6i vegur drjúgt á metunum, þegar um þýðingu alþýðuháskólanna fyrir búnað og verklegar framfarir er að ræða. En sumir merkir menn hafa tekið ennþá dýpra í árinni. Pannig fer Jörgen Níelsen, valinkunnur maður og einn í fremstu bænda röð á Fjóni, svofeld- um orðum um þetta mál: sPví nær allar framfarir meðal alþýðunnar í Danmörku á síðastliðnum mannsaldri má rekja til alþýðuháskólanna. Sérstaklega á þetta sér stað með landbúnaðinn og jarðræktina. Æskulýðurinn hefur ekki að- eins grætt það á skólaverunni, að hann hefur öðlast fróðleik og þekkingu, heldur hefur um leið vaknað hjá honum megn framfara- þrá. Hér í grendinni má sjá þess ljósan vott, að þeir, sem hafa g-engið á alþýðuháskóla, sýna af sér mestan dugnað í búnaði.« En hér eru ekki Danir einir til frásagna. Útlendir ferðamenn, sem hafa kynt sér sveitalífið í Danmörku, hafa einnig veitt þessu eftirtekt. Sænskum manni, sem ferðaðist um Jótland fyrir nokkr- um árum, farast þannig orð um þetta, er hann minnist á bænda- stéttina: »Víða á bændabýlunum varð ég var við mesta dugnað í búnaði, og stóð það alloftast í einhverju sambandi við alþýðu- háskólana. Hafði annaðhvort bóndinn sjálfur, kona hans eða eitt- hvert barnanna gengið á alþýðuháskóla.« Englendingar hafa lengi fengið orð fyrir að gefa nákvæmar gætur að að allri nýbreytni meðal annarra þjóða, til að skygnast eftir, hvort ekki væri eitthvað á því að græða í andlegu eða verk- legu tilliti. Pannig hafa þeir einnig veitt alþýðuháskólum Dana mikla eftirtekt. Mentaðir Englendingar hafa öðru hvoru verið að taka sér ferð á hendur til Danmerkur, til að kynna sér alþýðuhá- skóiana og hreyfingar þær, er standa í sambandi við þá, og skal ég í stuttu máli leyfa mér að benda á aðalinntakið í skýrslu frá einum þeirra, Mr. J. S. Thornton, sem var gefin út 1896—7 ásamt fleiri skýrslum erlendis frá um uppeldi og alþýðufræðslu. Eftir að höfundurinn er búinn í stuttu máli að skýra frá há- skólahreyfingunni og fyrirkomulagi alþýðuháskólanna, hikar hann sér ekki við að segja, að þessir skólar séu þær beztu alþýðu- fræðslustofnanir, sem hægt sé að hugsa sér, og hann heldur áfram á þessa leið: »Mentastofnanir með háskólasniði fyrir verkamenn: Eg býst við að mörgum Englendingi verði á að brosa, þegar hann heyrir minst á annað eins, en hann hætti því líklega, ef maður gæti sýnt honum fram á nytsemi þeirra í einföldum peningareikn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.