Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 60
6o mjög sennilegt, að jafnhliða hinum mörgu góðu skólum megi finna aðra lakari, og sömuleiðis er það ekki ólíklegt, að innan um allan þann aragrúa af nemendum, sem streymir til háskólanna, kunni nokkrir að vera, sem í andlegu tilliti skekkist og aflagist við skóla- veruna, í stað þess að mannast. En þegar öllu er á botninn hvolft, má óhætt fullyrða, að háskólunum beri heiðurinn fyrir að að hafa leitt bændalýðinn í Danmörku inn á þá fram- fara- og farsældarbraut, sem hann nú er á. Pað getur vel verið, að sú þekking og kunnátta, sem nemendurnir afla sér á einu eða tveim missirum, sé hvorki djúp né víðtæk, þótt það hins vegar sé alkunnugt, að tápmiklir og námfúsir unglingar á tvítugs- aldrinum séu fljótir að vinna það upp, sem alþýðuháskólafræðsluna skortir í við gagnfræðakenslu. En hér er ekki fróðleiks- eða þekk- ingarforðinn mergurinn málsins. Aðalþýðing háskólanna liggur að mínu áliti ekki í því, að troða í lærisveinana svo og svo miklum fróðleik, heldur í því, að þeir komi byltingu af stað í sálarlífi þeirra og skili þeim af sér sem nýjum og betri mönnum. Eótt lærdómsklausurnar aldrei nema gleymist, þá er þó það við skóla- vistina unnið, að 1 ærisveinarnir verða móttækilegri og næmari fyrir öllum nýjum framfarahugmyndum og læra að beita kröftum sínum í þeirra þjónustu. Ég verð að játa að ég er alþýðuháskólunum mjög hlyntur, og það er mitt álit, að hver sá maður, sem hefur nokkuð að marki saman að sælda við alþýðuna í Danmörku, hljóti að viðurkenna af hjarta þýðingu þeirra.« Pessi orð voru töluð fyrir 20 árum, en þau eiga vel við enn í dag að öðru leyti en því, að nú má það heita, að allir séu fyrir .löngu gengnir úr skugga um hin farsællegu áhrif alþýðuháskólanna. Pað mun nú orðið leit á þeim manni, sem þori í alvöru að halda því fram, að skólarnir leiði nokkuð ilt af sér. Aftur á móti kemur það með hverjum deginum berlegar í ljós, hve ómetanlega mikið landbúnaðurinn á þeim að þakka. Éinn af stærri gózeigendunum í Danmörku, Tesdorpf etazráð, sem árlega hafði á búum sínum unglinga víðsvegar af landi til æfingar í landbúnaði, sagði svo frá sjálfur, að það hefði eins og skift í tvo heima eftir að alþýðuhá- skólarnir komu, og þóttist hann verða þess var, að unglingar þeir, sem komu frá háskólunum, sýndu að jafnaði miklu meiri áhuga á búnaðinum og tækju miklu betur tilsögn en hinir. Pví mun enginn neita, að þetta, sem hér hefur verið tilgreint,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.