Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 56
56 fagur söngur álengdar úr blóm- og trjágörðunum í kringum skól- ann, og áttu menn stundum bágt með fyrst í stað að átta sig á, hvaðan þessi söngur kom Á sunnudögum, þegar gott var veður, lagði svo allur hópurinn á stað út í skóg, syngjandi, hlæjandi og glymjandi af kæti. Héraðið umhverfis er yndisfagurt, skógi vaxnar hæðir og brekkur álengdar niður að sjó. Samlífið var einkar fagurt á skólanum. Pað var eins og þetta væri eitt stórt heimili, eins og fjölskylda út af fyrir sig, og sam- bandið á milli lærisveinanna innbyrðis var eins og milli bræðra og systra. Gleði og sorg, andstreymi og unaður, alt var þeim sam- eiginlegt og tengdi böndin því fastar, sem lengra leið. Nemend- unum lærðist að skilja, hve mikið gott samlífið hefur í för með sér, og um leið að taka tillit hver til annars innbyrðis. Til þess að halda sambandinu við skólann föstu og eins og yngja upp aftur skólaveruna og skólaáhrifin, mæltu gamlir læri- sveinar sér oft mót einhvern tíma að sumrinu til og komu til Vallekilde hópum saman. Voru þar haldnir fyrirlestrar og sam- ræður um ýms efni eina 2—3 daga samfleytt, og um leið endur- nýjuðu þeir gamlan kunningsskap hver við annan innbyrðis og treystu fastar þau vináttubönd, sem þeir höfðu hnýtt við skóla- bræður sína endur fyrir löngu. I októbermánuði, áður en vetrar- skólinn byrjaði, voru á hverju hausti haldnar haustsamkomur á skólanum. Gekst skólastjóri fyrir þeim og bauð þangað há- skólavinum, til að ræða og hlusta á fyrirlestra um ýms mál. Flyktist þangað oft múgur og margmenni, og alþýðan skoðaði þessar haustsamkomur sem einhverja þá beztu skemtun og hress- ingu, er hægt væri að kjósa. í*essi lærisveinamót og haustsam- komur áttu mikinn þátt í að halda skólanum í stöðugu sambandi við alþýðuna, glæða upp aftur skólaáhrifin og vekja hjá mönnum nýjar hvatir og nýtt fjör, enda eru þau tíðkuð við alla alþýðuhá- skóla í Danmörku. E>að var oft furðanlegt að sjá þá breytingu, sem lærisvein- arnir gátu tekið á einum vetri. T>eir komu margir hverjir á skól- ann niðurlútir og hoknir í herðum, hálfsofandi og draugslegir á svipinn. En þegar þeir fóru burt aftur, var farið að réttast úr kryppunni, hreyfingarnar voru orðnar hvatlegar og fjörlegar, svip- urinn hýr og upplitsdjarfur og augun horfðu fram á við fast og hiklaust. l’aö voru andans sterku og djúpu áhrif, sem höfðu eins og kastað bjarma yfir svipinn, og það voru líkamsæfingarnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.