Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 48

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 48
48 skólalíf. Að baki flestra háskólaheimilanna standa félög, sem öðru hvoru stofna til fyrirlestra um kirkjuleg, söguleg og náttúrufræðis- leg efni og gangast fyrir skemtisamkomum með söng og ræðu- höldum. Eitt fyrirtæki er það enn, sem stendur í sambandi við alþýðu- háskólastefnuna og á rót sína að rekja til hennar, og get ég ekki leitt hjá mér að minnast á það hér, þó það sé nokkuð sérstakt í sinni röð. Maðurinn, sem hefur ráðist í það og kornið því á framfæri, er sjómaður og heitir Jep Hagedorn. Hann er vef- arasonur af fátækum ættum og var alt frá barnæsku stiltur og alvörugefinn. Hann var fyrst framan af í förum á sumrin, en varði vetrarmánuðunum til náms á Askovháskóla. Varð honum brátt svo vel ágengt við námið, að það kom jafnvel til tals, að hann tæki prestvígslu og yrði prestur hjá Dönum í Vesturheimi. En hann hafði allan hugann á siglingum og sjómensku og vildi ekki úr þeirri stöðu víkja, en óskaði þess um leið, að sér mætti auðn- ast að bæta svo kjör hásetanna, að þeir skoðuðu sig eins og heimilisfasta á skipinu og héldu til við það, í stað þess að stofna fé og fjörvi í hættu á illræmdum sjómannaknæpum, þar sem skipið kæmi við land. Niðurstaðan varð sú, að nokkrir efnamenn, sem leizt vel á þessa hugmynd og báru traust til hans, lögðu fram fé til að kaupa gufuskip handa honum, og hefur hann nú farið á því landa á milli í nokkur ár og leitast við að koma hugmyndum sín- um fram í verkinu. Auðvitað er skipið engin háskólastofnun, en þó hvílir talsvert einkennilegur blær yfir lífinu innanborðs, og skilur það með Hagedorn og flestum öðrum dönskum skipstjórum, að hann lætur skipshöfnina njóta sem mest samvistar við sig. Hann gerir sér far um að hlúa sem mest og bezt að sálar- og siðferðislífi hásetanna, og þess vegna hefur verið lögð sérstök áherzla á að láta þá hafa svo góðan aðbúnað, sem föng voru á. Skipstjórinn ætlast til þess, að þeir skoði skipið sem heimili sitt, og kona hans ferðast stöðugt með honum. Hann gerir sér sem mest far um að velja alvörugefna, siðprúða og samvizkusama menn til yfirstjórnar með sér á skipinu og með líkum skoðunum og hann. Pegar skipsstörfin leyfa, safnast skipshöfnin saman til bóklesturs og samræðu, og þegar við land er komið, er stofnað til ýmsra saklausra skemtana innanborðs, til að bægja hásetunum írá drykkju og ólifnaði. Dálítið bókasafn er á skipinu til almennra .afnota fyrir skipshöfnina.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.