Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 48
48 skólalíf. Að baki flestra háskólaheimilanna standa félög, sem öðru hvoru stofna til fyrirlestra um kirkjuleg, söguleg og náttúrufræðis- leg efni og gangast fyrir skemtisamkomum með söng og ræðu- höldum. Eitt fyrirtæki er það enn, sem stendur í sambandi við alþýðu- háskólastefnuna og á rót sína að rekja til hennar, og get ég ekki leitt hjá mér að minnast á það hér, þó það sé nokkuð sérstakt í sinni röð. Maðurinn, sem hefur ráðist í það og kornið því á framfæri, er sjómaður og heitir Jep Hagedorn. Hann er vef- arasonur af fátækum ættum og var alt frá barnæsku stiltur og alvörugefinn. Hann var fyrst framan af í förum á sumrin, en varði vetrarmánuðunum til náms á Askovháskóla. Varð honum brátt svo vel ágengt við námið, að það kom jafnvel til tals, að hann tæki prestvígslu og yrði prestur hjá Dönum í Vesturheimi. En hann hafði allan hugann á siglingum og sjómensku og vildi ekki úr þeirri stöðu víkja, en óskaði þess um leið, að sér mætti auðn- ast að bæta svo kjör hásetanna, að þeir skoðuðu sig eins og heimilisfasta á skipinu og héldu til við það, í stað þess að stofna fé og fjörvi í hættu á illræmdum sjómannaknæpum, þar sem skipið kæmi við land. Niðurstaðan varð sú, að nokkrir efnamenn, sem leizt vel á þessa hugmynd og báru traust til hans, lögðu fram fé til að kaupa gufuskip handa honum, og hefur hann nú farið á því landa á milli í nokkur ár og leitast við að koma hugmyndum sín- um fram í verkinu. Auðvitað er skipið engin háskólastofnun, en þó hvílir talsvert einkennilegur blær yfir lífinu innanborðs, og skilur það með Hagedorn og flestum öðrum dönskum skipstjórum, að hann lætur skipshöfnina njóta sem mest samvistar við sig. Hann gerir sér far um að hlúa sem mest og bezt að sálar- og siðferðislífi hásetanna, og þess vegna hefur verið lögð sérstök áherzla á að láta þá hafa svo góðan aðbúnað, sem föng voru á. Skipstjórinn ætlast til þess, að þeir skoði skipið sem heimili sitt, og kona hans ferðast stöðugt með honum. Hann gerir sér sem mest far um að velja alvörugefna, siðprúða og samvizkusama menn til yfirstjórnar með sér á skipinu og með líkum skoðunum og hann. Pegar skipsstörfin leyfa, safnast skipshöfnin saman til bóklesturs og samræðu, og þegar við land er komið, er stofnað til ýmsra saklausra skemtana innanborðs, til að bægja hásetunum írá drykkju og ólifnaði. Dálítið bókasafn er á skipinu til almennra .afnota fyrir skipshöfnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.