Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Side 72

Eimreiðin - 01.01.1902, Side 72
72 haft not af þeim,« þá verður það þó varla sagt um þetta lag; þv{ enginn, sem skamt er á veg kominn í þeim efnum, hefur full not af þessu lagi. En ég vona að allir þeir, sem lengra eru á veg komnir í söng og hljóðfæraslætti hjá oss, reyni að hafa sem bezt not af þessu fagra, tilkomumikla, en nokkuð þunglyndislega lagi. Þetta umrædda lag er einnig prentað í Eimr. VI. i. bls. 47. það er álit mitt, að þetta litla hefti bæti, það sem það nær, úr tilfinnanlegri vöntun á slíkri bók hjá oss; ég get með góðri samvizku hvatt alla, sem iðka söng og hljóðfæraslátt vor á meðal, til þess, að kaupa það, og kynna sér það rækilega; og ég vonast eftir að það seljist svo vel, bæði aijstan hafs og vestan, að útgefandinn sjái sér fært sem fyrst, að gefa út meira af svipuðum lögum, B. Þorsteinsson. LAGASAFN HANDA ALHðU IV. Útgefendur: Jón Jensson og Jón Magnússon. Rvík igoo. Þetta fjórða bindi af Lagasafninu inni- heldur þau ný lög, reglugjörðir, skipulagsskrár og stjórnarvaldaúrskurði, sem út hafa komið á tímabilinu frá ársbyijun 1887 og til ársloka igoo, og er 351 bls. að stærð, auk ágæts efnisyfirlits framan við bindið, sem nær yfir 22 bls. Það virðist naumast nauðsynlegt að brýna fyrir mönn- um, hversu áríðandi það er fyrir alla að eiga þetta safn, í hverri lífs- stöðu sem menn eru. Allir þurfa meira eða minna á því að halda, hvort sem þeir eru embættismenn, handiðnamenn, verzlunarmenn, bændur eða sjómenn. Þeir, sem hafa eignast þrjú fyrstu bindin, munu þegar hafa fyllilega sannfærst um, hve nauðsynleg þessi bók er og hve auð- velt er að nota hana, eftir því sem útgáfunni er hagað. En ef menn ætla, að menn geti látið sér nægja að eiga fyrri bindin ein, þá skjátl- ast mönnum herfilega. Það er jafnvel nauðsynlegra fyrir þá en nokkra aðra að eignast þetta fjórða bindi sem fyrst, því annars er hætt við, að þeim verði það eigi allsjaldan á, að reiða sig um of á alt, sem í hin- um stendum, þótt það sé nú ekki lengur í gildi, heldur hafi síðar verið breytt með nýrri lögum og ákvörðunum. En í þessu nýja bindi má sjá allar þær breytingar, sem orðið hafa á löggjöf vorri alt til loka 19. aldarinnar, og geta menn því fyllilega reitt sig á það, sem þar .stendur. Vér viljum ráða öllum til að kaupa sér þessa bók og kynna sér hana rækilega. V. G. LÖGFRÆÐINGUR. V. árg. Akureyri 1901. í þessum árgangi er fyrst áframhald af ritgerðinni »Dómstólar og réttarfar« eftir sýslu- mann Klemens Jónsson, og er sá kaflinn, sem hér birtist, um lögæzlu og sakamál og um fógetavaldið. Þá er ritgerð um *fyrning skulda« eftir sýslumann Lárus H. Bjarnason og að lokum áframhald af hinni stórmerkilegu ritgerð ritstjórans sjálfs, amtmanns Páls Briems, um »mentun barna og unglinga«, sem fyllir mestallan árganginn, en er þó ekki lokið enn. Er þar fyrst skólasaga Dana alt til loka 19. aldar, því næst mjög fróðleg og eftirtektarverð skýrsla um skólamál Færey- inga, sem sýnir, hve miklu lengra þeir eru áleiðis komnir í þeim efn- um en íslendingar; þá er skýrt frá mentun barna og unglinga á Þýzka- landi, þá á Englandi og í Wales, og að lokum er rakin saga alþýðu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.