Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 12
12 Petta, að Grúndtvíg sneri sér að fornöldinni, var í samræmi við hina «rómantísku» stefnu þeirra tíma. En það, sem einkendi hann frá öðrum »rómantískum« skáldum, var það, að hann lét ekki staðar numið við skáldaýkjurnar, heldur hélt lengra. Hann var ekki á skoðun samtíðarinnar um það, að skáldin ættu að gleyma lífinu i skáldskapnum. Honum svipaði miklu fremur til fornskáld- anna, sem gengu fram á vígvöllinn og greiddu biturleg högg um leið og þeir kváðu óð sinn, voru hvorttveggja í einu bæði skáld og hetjur. Skáldskapurinn varð þannig að vopni í höndum hans í baráttunni fyrir þeim málefnum, sem hann helgaði líf sitt. Pað vakir ekki aðallega fyrir honum þegar hann yrkir, að ná sem hæstu stigi í list og prýði, að töfra og seiða með fegurð og snild, heldur að vekja, örva og styrkja aðra með þeim háleitu skoðunum, sem hafa sigrað inni fyrir hjá honum sjálfum gegnum storm og stríð. Pað var efst í Grúndtvíg um þessar mundir að gefa sig allan að skáldskap og vísindum og slá frá sér allri tilhugsun um prest- vígslu. En þetta fór á annan veg en hann ætlaði. Faðir hans var kominn hátt á sjötugsaldur og vildi því feginn fá sér aðstoðarprest. En hann hafði megnustu óbeit á öllum skynsemis- trúarmönnum, og á öðrum var ekki völ um þær mundir. Pað var því ekki annað sýnna, en að hann mætti segja af sér, svo framar- lega sem sonur hans ekki vildi taka prestvígslu. Þegar svona stóð á, þóttist Grúndtvíg ekki geta færst undan og fór hann því að búa sig undir vígsluna. Varð hann áður að ganga undir síð- asta prófið, sem var í því innifalið, að hann átti að halda ræðu í viðurvist sérstakra dómenda. Hann lagði út af orðunum: »Hvers vegna er orð Drottins horfið úr húsi hans?« Segir hann í ræðunni með berum orðum, að klerkar og kennimenn boði alls ekki guðs orð fyrir lýðnum, heldur tali um alt annað milli himins og jarðar, og venjulega séu ræður þeirra ekki annað en orðin tóm, köld og kraftlaus. Og hann furðar alls elcki á þessu, |dví það sé ekki guð og ritningin, sem prestarnir trúi á, heldur nýjar jarðabótaaðferðir, kartöflurækt, kynbætur á fénaði o. s. frv. Fyrir ræðu þessa fékk hann mikið lof hjá prófdómendunum, en þegar hún nokkru síðar birtist á prenti, kvað við annan tón. Prestunum þótti gengið of nærri sér og kærðu hann fyrir ræðuna, og sú varð lyktin á, að hann varð að sæta áminningu hjá háskólaráðinu. Eins og allir þekkja, getur trú og trú verið tvent ólíkt. Hún getur verið bygð aðallega á siðalærdómi kristindómsins og þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.