Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Qupperneq 10

Eimreiðin - 01.01.1902, Qupperneq 10
IO gleyma því, þegar þeir séu slopnir út úr skólakreppunni; viti ekki annað um heimspekina, en að það sé þurr og strembinn réttur, sem borinn sé á borð fyrir þá, þegar þeir komi til háskólans; hafi það álit á skáldskap, að hann sé ekki annað en ýlcjur og þvættingur, bundið í rím, sem geti látið nógu vel í eyrum, og telji það námsins æðsta mark og mið, að krækja sér í þolanlegt próf og síðan í feitt embætti. Pá fá embættismennirnir ekki vægan dóm, og getur hann þess um leið, að ekki sé við miklu að búast af leiðtogum þjóðar- hinar, þar sem þeir á námsárunum lold bæði augum og eyrum fyrir öllum dýpri andlegum áhrifum. »Mig uggir,« segir hann, »að það megi finna megnið af prestunum úti við búsannir eða úti í fjósunum og hesthúsunum, en ekki við bækurnar, við spilaborðið, en ekki skrifborðið. Pað væri gaman að bera bókasöfnin þeirra saman við mykjuhaugana eða bóksalareikninginn við vínreikninginn. Og ekki standa læknarnir og lögfræðingarnir prestunum framar í þessu efni.*1 Grúndtvíg bendir síðan í stuttu máli á nokkur ráð til að kippa þessu í lag, en bendingar hans sýna aðeins, að þessi ungi maður með sína djúpu mentaþrá og fegurðarþorsta var enn langt frá því, að geta vísað þjóðinni örugga leið út úr þessum torfærum. Hug- myndir hans hnigu aðallega að því, að koma betra skipulagi á þær stofnanir, sem voru fyrir hendi, t. d. háskólann, og hann beinir þeirri spurningu til háskólakennaranna, hvort það sé ekki vinnandi vegur fyrir þá, að hleypa dálítið meiru fjöri og andagift í fyrirlestra sína, til að gera þá aðgengilegri. »]?egar háskólinn er búinn að kasta frá sér verksmiðjugerðinni,« segir hann að lokum, »og er orðinn að því, sem hann á að vera, nokkurs konar vermi- reit fyrir vísinda- og xnentalífið, þá mun fljótt koma annað lag á andlegu stéttina.« Að öðru leyti eru þessar bendingar hans óá- kveðnar, og langt, langt í fjarska ljómar takmarkið óljóst, en þó stórt og dýrðlegt, fyrir augum hans. En þó markið væri honum ekki vel ljóst ennþá, eða vegurinn, þá ber þó ritið vott um, að hjá þessum unga manni hreyfðu sér óvenjulega djúpar og alvar- legar hugsanir og heit þrá eftir einhverju æðra og göfugra lífs- marki, en alment vakir fyrir mönnum á hans reki. Hann er eins 1 Ætli ])að mætti ekki hér á Tslandi finna þessum orðum Grúndtvígs nokk- urn stað?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.