Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 19
19 eða fullorðinsaldurinn nær yfir tímabilið frá Mósesi til Salómons, og tekur þá við skynsemis- eða ellialdurinn o. s. frv. Að því er snertir afstöðu hinna norrænu fornþjóða í sögunni, lítur Grúndtvíg þannig á málið, að þær standi Forn-Grikkjum að vissu leyti andfætis. Hjá Grikkjum er eins og allar hvatir leiti inn á við, en hjá Norðurlandabúum út á við. Grikkir leggja alla stund á að fullkomna og stæla aflið í sjálfum sér, en Norðurlandabúar á að beita því út á við. Pessi mótsetning er bygð á því, að Forn-Grikkir heyrðu til æsku- eða hugsjónaskeiði mannkynsins, en Norðurlandabúar þroska- eða tilfinningaskeiðinu. Grikkir höfðu allan hugann á því, að njóta lífsins og láta það n’á sem mestu þroskastigi hjá sér í allar áttir, og leituðu því fyrst og fremst eftir fegurð og samræmi í lífinu; en Norðurlandabúar beittu ótrauðir þeim kröftum út á við, sem voru fyrir hjá þeim, börðust fyrir líf- inu og leituðust við að tryggja það. Grikkir börðust einnig, þegar því var að skifta, en það var aðeins, þegar einhver ytri fjandsam- leg öfl röskuðu friði þeirra, svo lífsfegurðarnautninni var hætta búin. Norðurlandabúar aftur á móti börðust vegna bardagans sjálfs og til að ryðja þeim öflum úr vegi, sem voru fjandsamleg hinu sanna og rétta lífi. Pað var eitt af aðaleinkennum Grikkja, að þeir helzt vildu einangra sig, til að geta notið fegurðar lífsins óáreittir, en Norðurlandabúar fóru víðsvegar, til að berjast fyrir hugsjónum sín- um, og voru ætíð reiðubúnir að leggja sitt eigið líf, sína eigin jarð- neslcu tilveru í sölurnar. Á bak við alla þeirra baráttu lá hug- myndin um lífið í sinni fullkomnustu mynd, þar sem öll fjandsamleg lífsöfl voru brotin á bak aftur og sigruð. Hjá Grikkjum ríkti engin glögg hugmynd um annað líf eftir þetta; eftir þeirra skoðun var lífið aðallega bundið við hina jarðnesku tilveru og átti þar að ná sínu fullnaðarstigi. Mótsetningin milli hins gríska og norræna þjóðaranda kemur ljósast fram í goðatrúnni, því þar hafa þjóðirnar látið uppi hið insta og dýpsta í eðli sínu. Goð Grikkja voru aðdáanlegar verur og fegurð lífsins á fullkomnasta stigi birtist í þeim í dillandi sam- ræmi. Norðurlandabúar skópu sér orustuguði og goðasagnir þeirra hljóðuðu um baráttu hins rétta, sanna og góða á móti hinu illa og andstyggilega. Skýrasti votturinn um þetta kom fram í hug- myndinni um Ragnarökkur. Grikkir höfðu hér ekkert tilsvarandi. Hin grísku goð sitja í heilagri ró í allri sinni óumræðilegu yfir- náttúrlegu fegurð, en hinum norrænu goðum er skapaður aldur, 2’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.