Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 42
42
af einkennum Tríers, að hann lét fjárskortinn aldrei aftra sér frá
að ráðast í það, sem hann áleit gott og þarflegt. Með bjargfastri
trú og öruggri von um góðan framgang barðist hann við erfið-
leikana og kom því á framfæri, sem hann hafði einsett sér, þótt
kostnaðurinn næmi tugum þúsunda og hann ætti ekki einn eyri til að
byrja með. Pað var ekki laust við, að vinir hans stundum hristu
höfuðið yfir honum, þegar hann var að bollaleggja nýjar og nýjar
V allekilde-háskóli
breytingar og ýms kostnaðarsöm fyrirtæki, sem bættu drjúgum
við skuldirnar, en hann komst á endanum farsællega fram úr
því öllu.
Næsta haust flutti Tríer í hið nýbygða skólahús. Pann vetur,
sem þá fór í hönd, voru lærisveinarnir 42 og var tilhögunin á
skólanum lík því, sem verið hafði næsta vetur á undan, nema að
því leyti, að nú bjuggu allir lærisveinarnir í skólanum, og hefur
jafnan verið svo síðan. Petta tengdi lærisveinana ennþá fastari
böndum bæði innbyrðis og við skólann, og þegar fram í sótti
fengu allir, sem höfðu nokkuð nánari kynni af skóla Tríers, mestu
mætur á honum. En því miður var því ekki þannig háttað með
suma aðra út í frá. Það vöktust upp menn, sem á allar lundir