Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 28
28 urnar voru heldur daufar og fjörlitlar fyrst í stað, og mönnum varð gjarnt á að snúa umræðum að því, sem hjartanu var kær- ast, en það var búskapurinn. Loks hófst Kold einu sinni upp úr eins manns hljóði og sagði: »Pað er þrent, sem mönnum vill verða skrafdrjúgt um hér í sveitinni, þegar þeir koma saman: nautin, sem þeir eiga, nautin, sem þeir hafa átt, og nautin, sem þeir ætla að eignast.« Upp frá því fóru umræðurnar að ganga í aðra stefnu. Hann fékk að komast að með það, sem honum lá á hjarta, og það var ekki fyrst og fremst nautgripa- rækt. Hann talaði um líf og kjör mannanna, stórviðburði sög- unnar og hinar fögru og háleitu hugsjónir skáldmæringanna. Áður langt leið, fóru hugir tilheyrendanna að snúast að fleiru en naut- unum og fjósastörfunum, og svo segja kunnugir menn, að enn í dag eimi eftir af áhrifum Kolds þar í sveitinni. Pessar kvöld- samkomur voru fyrsti vísirinn til fyrirlestrafélaganna, sem nú eru útbreidd um alt land í Danmörku og standa í nánu sambandi við alþýðuháskólahreyfitiguna. Pegar fram í sótti gat Kold ekki unað stöðu sinni við skól- ann, því ekki var nærri því komandi við klerk og skólastjórn, að hann fengi að taka upp þá kensluaðferð, er honum var næst skapi. Hann sótti nú um hverja barnakennarastöðuna á fætur annarri, en fékk stöðugt afsvar, með því hann gaf í skyn, að hann ætlaði ekki að láta börnin þylja fræðin í belg og blöðru. Loks sótti hann um kennarastöðu á Suður-Jótlandi, því þar gat ekki kver Balles orðið honum að fótakefli, með því það var ekki kent þar í skól- unum. Presturinn í sókninni, sem hann sótti í, var mjög hlyntur Pjóðverjum og hafði óbeit á öllu, sem danskt var. Pegar Kold þess vegna gaf honum í skyn, að hann ætlaði að segja börnun- um Danmerkursögu og lesa upp fyrir þeim dönsk skáldrit, var úti um samkomulagið. Kold skildist við hann með tárin í aug- unum og sagði um leið: »Hingað til hef ég bjargast nokkurn veginn óáreittur í gegnum veröldina með öllum mínum mörgu göllum, en nú ætla þeir einu tveir kostir, sem ég hef mest talið mér til gildis, að verða mér að fótakefli, en þeir eru ástin á guði og ástin á ættjörðunni.« Kold stóð nú uppi alveg ráðalaus og vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Pað var um tíma efst í honum að fara vestur um haf og hola sér niður einhversstaðar inst inn í frum- skógunum í Ameríku fjarri öllum mannabygðum. Pá bar svo til

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.