Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 7

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 7
7 Kvenbúningur viðreisnartímans var í suðlægari löndum skrúð- mildll og samkvæmur smekk aldarinnar. Hempan stóð opin, svo að nýr kjóll með nýjum lit- blæ og nýjum leggingum kom í ljós fyrir innan skinn- fóðraða eða gullbrydda brydding hennar. Undir upphlutnum var oft annar upphlutur, sem þó eigi var látinn sjást fyrst um sinn. Loks skal þess getið, að konur fóru nú að bera nærbrækur og sokka og auk þess svunt- u r. Upphluturinn var þröng- ur og með brjóststúku (Korset), en pilsið var oft þanið út með pilsaglennu (Krinoline) og búningurinn troðinn út á öxlunum og mjöðmunum o. s. frv. Enn- fremur var borinn spænsk- ur pípukragi eða knipling- ar um hálsinn og húfa á höfðinu. — Kvenbúningur viðreisnartímans, er skifti kjólnum í upp- hlut og pils, hefir haldið sér til vorra daga og verið á Norður- löndum fyrirmynd margra þjóðbúninga, sem á þann hátt eiga að miklu leyti rót sína að rekja til 16. aldar. Vér viljum eigi ræða um þróunarbreyting þá, sem kvenbúningur viðreisn- artímans tók í Norðurálf- unni, en halda oss við ís- land. þangað ruddi bún- ingurinn, eins og vér nú skulum sýna fram á, sér mjög fljótt braut og þar hélt hann sér óbreyttum öld eftir öld. Pó varð hann fyrir þeim tilbreytingum, sem landsmönnum sjálfum þótti ráðlegt að gera. 4. Búningar frá 1685. Gísli biskup forláksson ásamt 3 konum hans. (Eftir grafskrift frá Hólakirkju, nú í Forngripasafninu). 5. Myndir skornar á kassa frá 18. öld. (í Forngripasafninu).

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.