Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 8

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 8
8 íslenzki kvenbúningurinn var, að því er sjá má af fötum og myndum, er geymst hafa, einkennilegur og fagur. Skautið, sem vér síðar komum að, var einhver einkennilegasti hluti hans. Eins og sést á I. myndinni var í lok 16. aldar borinn bún- ingur, sem að mörgu leyti minnir á búning miðaldanna. Kjólarnir virðast enn þá vera samfeldir. Peir eru og á frummyndinni alveg einlitir (annar grænn, hinn svartur). Brjóstið virðist vera skreytt fjór- um röðum útsauma eða skartspenna. Auðséð er, að kjólnum er haldið að mittinu með belti, en niður frá belt- inu hangir púss. Um hálsinn er borinn spænskur pípukragi, sem var eitt af ein- kennum viðreisnartím- ans, eins og áður er sagt. Ermarnar eru hlaðbúnar um úlnliðinn. Svunta er borinn fram- an á kjólnum, og önn- ur konan heldur á vasaklút í henditini. Búningur þessi, sem er samtvinnun af gömlu (samfeldur kjóll) og nýju (kragi, svunta o. s. frv.), er því nokkurs konar milliliður milli búnings miðaldanna og búnings viðreisnartímans. Eigi líður þó á löngu, áður en síðast nefndi búningurinn kem- ur og fram á íslandi. 2., 3. og 4. mynd sýna oss búninga frá síðari helming 17. íÍ/z- Xlsla7id/k Horíde JCane 1 y’hlileh.ý 'Draýrtr. 6. Bóndakona í vönduðum hversdagsbúningi frá miðbiki 18. aldar. (Eftir Ferðabók Eggerts Ólafssonar).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.