Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 21
21 inu sveipað um söðulbogann til þess að hlúa vel að reiðkonunni. (27. mynd). Ennfremur var fótabandi hnept um pils- in neðanverð (26. og 27. mynd), til þess að vindur gæti eigi belgt þau út. Á þennan hátt var hlúð vel að reiðkonunni, einkum ef hún auk þessa sveipaði um sig sjölum og klútum. I byrjun 19. aldar komst nýr faldur á, eins og áður er sagt. Þá gátu konur eigi framar riðið með fald á höfði í langferðum og í vondu veðri, því hötturinn og hettan gat nú eigi framar hlíft faldinum. Pá urðu konur aö ríða með hversdagslegt höfuðfat: húfu eða nýtízkuhatt. Faldinn fluttu þær með sér til þess að geta faldað sér, þegar þær þurftu að vera skrautklæddar. Fataefnin. Eins og áður er sagt, fluttist frá elztu tímum mikið af klæði og lérefti, silki og þess konar til íslands. Úr þessum efn- um var viðhafnarbúningurinn öft gjörður. En samtímis notuðu ís- lendingar, einkum alþýða manna, afarmikið af íslenzku vaðmáli. En vaðmálið var svo gott, að það var langa lengi bezta útflutningsvara. Konur höfðu bezta klæðið í treyju og pils, léreftið í skautafald, kraga og skyrtur, en hin nærfötin vóru venjulega úr ull. Á dögum Horrebow’s1 (á t8. öld) bjuggu íslendingar yfirleitt sjálfir til fataefni sín og föt. »Yztu föt karla og kvenna«, ritar Horre- bow, »eru úr vaðmáli. En flestar konur eiga og pils úr hjálitu klæði. Af því eru seldar margar þúsundir álna í landinu. 22. Garðahúfa úr flosi, með silfur- og gullsnúrum, og floshnappi í kollinum með silfurskúfi. Að fram- an útsaumað speldi, en að aftan borðalykkja úr silki. Borin við brúðarbúning 1868. Hárið í 4 flétt- ingum eins og nú tíðkast. 1 Niels Horrebow: Tilforladelige Efterretninger om Island (Kbhavn 1752).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.