Eimreiðin - 01.01.1904, Page 29
29
skinnskór. íslenzku skórnir eru búnir til úr ferhyrndu skæði úr
sel, naut- eða sauðskinni, sem er saumað saman á tánum og hæl-
unum. Peir eru bundnir um öklana með skóþvengjum. Oft eru
þeir bryddir með hvítri skinnræmu. í skóinn er lagður prjónaður
ullaríleppur; hann er oft rósóttur. Búningnum fylgja svartir ullar-
bandsokkar. Yfir búning þessum er borin ermalaus kápa (mött-
ull), sem oft er bryddur skinni að fornum sið (io. a mynd).
Skautbúningurinn er aðeins borinn við mjög hátíðleg tækifæri t. d.
brúðkaup og altaris-
göngu, en sjaldnar við
almennar hátíðlegar
samkomur. Á sein-
ustu tímum eru dæmi
til þess, að íslenzkar
konur hafi borið hvít-
an kjól með víðum,
opnum ermum við
brúðkaup, en þó sams
konar fald, og áður er
lýst. En þá hefur
brúðarblæjan verið
miklu lengri, svo hún
hefur numið við öklana
eða jafnvel verið drag-
síð. Einnig hefur þá
stundum verið borinn
myrtussveigur í stað
ennishlaðs. Brúðurin
hefur þá verið gull-
fallega búin. alveg hvít-
klædd og skreytt skart-
gripum og mittisbelti.
Skautbúningurinn hefur, eins og gamli búningurinn, einn mik-
inn galla: Ríðandi konur geta eigi borið hann.
Að síðustu viljum vér minnast á hversdagsbúninginn.
Hann er auðvitað ekki eins skrautlegur og viðhafnarbúningurinn,
en engu síður mjög laglegur. Pilsið er úr vaðmáli eða klæði; það
er aldrei dragsítt. Treyjan er þröng og úr sama efni sem pilsið.
Hún er venjulega skreytt flosleggingum á líkan hátt og skaut-
33. Kona í vinnufötum (á heimleið frá stöðli).