Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 31
3i vonum séð, hvernig eftirköstin af menningarstraumum Norðurálf- unnar hafa og náð alla leið til íslands. Frelsið á söguöldinni og andleg afskitti, sem íslendingar þá áttu við umheiminn, setti auðvitað mót sitt einnig á klæðaburðinn. Fjöruga verzlunarsambandið, sem — þrátt fyrir bann stjórnend- anna — átt sér stað í lok miðaldanna, einkum við England og þýzkaland, hafði og lík áhrif. Alda viðreisnartímans náði einnig til íslands. I’ungbær afkróun, sem síðan um margar aldir var haldið uppi til stórskaða tyrir ísland, hafði þau áhrif, að íslend- ingar yfirleitt héldu fast við það, sem viðreisnartíminn hafði fært þeim. Petta sést af tilbreytingarleysinu og þróunarleysinu í klæða- burði, þegar þeim breytingum er slept, sem Islendingar sjálfir fundu upp. Meðan ís- lendingar vóru að betj- ast fyrir því að fá þing- bundna stjórn, þá kom og sjálfstæðisþrá þeirra fram að því er klæða- burð snerti: Eftir miðja 19. öld endurbættu þeir þjóðbúning íslenzkra kvenna og yngdu hann upp. Nú er frelsið einnig komið til frænda vorra á íslandi. Óefað hefur það og áhrif á klæðaburðinn þegar tímar líða fram. Nýir menningarstraumar myndast sí og æ, og þeir munu — eins og reynslan ávalt sýnir -— skola mörgum gömlum venjum burt. Pá munu íslenzkar konur, þrátt fyrir ættjarðarást og þjóð- ernisást þeirra — sem þær aldrei hafa mist —, fylgjast með fram- þróuninni. Tízka Norðurálfunnar mun ávalt fara meir og meir í vöxt, eins og farið er að votta fyrir. Tá mun og íslenzki kven- búningurinn, sem nú er borinn, verða hengdur upp í Forngripa- safninu í Reykjavík til vitnis um, hvernig tígulegu, laglegu og frjálslyndu íslenzku konurnar vóru forðum klæddar. Kvenbúning- urinn hverfur samtímis því, að rjómabú, skilvindur, eimskip, rit- símar, talsímar og margt annað nýtt smeygir sér inn. þýtt hefur HAFSTEINN PÉTURSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.