Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Side 37

Eimreiðin - 01.01.1904, Side 37
37 >Því smáþæg sem kota-mær ekki ég er — Með erindi burt ykkur sendi, Og vel þann, sem kemur úr víkinga-her, Er vetrar, með fegursta hendi«. IJeir ferð sinni höguðu um grundir og geim Mjög gagnstætt að samvöldu miði; Og komu þreyttir að haustnóttum heim, Að heyra hver dómur sín biði. Hönd annars var mjallhrein og mjúkari baðm, Ei mars eða rispu þar kendi — Hver yngis-mey kysi sér felda að faðm Jafn fannhvíta riddara-hendi. En hins var sem blökku-manns, bækluð hver taug, Öll bitin af söxum og reipum — En fagurt skein gullið í blikandi baug Svo bjarmaði’ af fingrum og greipum. III. Og þú, sem ert haustfegurst leiðsögn í leit Og ljósgjafinn skammdegis-þjóða, Sem blástjarnan einstök, svo hrein en ei heit: Eú heilla-dís norrænna ljóða. Ég rétti þér fimtuga hönd mína hér — Nú haustar og enduð er förin — Ég veit hún er hrufluð og hnúaber Og hörgulli’ á gullið en örin. 3. okt. 1903. STEPHAN G. STEPHANSSON.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.