Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 38
38 Eiríksjökull. Eitt hið fegusta fjall á landinu er víst Eiríksjökull. Skínandi jökulhvelfingin er svo há og regluleg, að annað eins fagrahvel er ekki að sjá á neinu öðru fjalli; hamrastallurinn útundan jöklin- um svo hár og brattur. Öll gerðin á fjallinu er slík, að áhorf- andanum kemur til hugar einhver goða- eða jötnahöll, slík sem segir frá í Snorraeddu, nokkurskonar Breiðablik1. En vér sleppum nú þessum hugleiðingum og lítum á Eiríks- jökul til að sjá, hvað hann er í raun og veru. Sjáum vér þá fyrst, að bungan á fjallinu er miklu hærri og meiri en svo, að hún geti verið af jökli gerð eingöngu; bungu- vaxið fja.ll hlýtur að vera undir hjarninu, og þessi fjallbunga rís eins og upp af undirfelli, þar er fjall á fjall ofan, »Pelíon á Ossa«. Nokkuð svipaðar bungur eru Geitlandsjökullinn og Okið. En um Okið vitum vér, að það er fornt eldfjall, af þeirri teg- und eldfjalla, sem dyngjur nefnast; hefur Porv. Thóroddsen pró- fessor fyrstur leitt athygli vísindamanna að slíkum eldfjöllum hér á landi. Hafa þau myndast þannig, að hraunbunga hefur hlaðist upp yfir gosgöngunum neðan að, og eru þau talsvert flatvaxnari en þau eldfjöll, sem mest eru gerð af ösku og vikri. Annað slíkt eldfjall er Skjaldbreið, og er þó meira strýtulag á henni en Okinu, vegna þess að Skjaldbreið er miklu yngra fjall og jöklar hafa ekki jafnað hana einsog Okið; bæði þessi fjöll eru hérumbil jafn- há, en aldursmunurinn hygg ég það sé, sem gerir, að enginn jök- ull er á Skjaldbreið á móts við það, sem er á Okinu. Útundan hraunbungunni á Okinu vottar sumstaðar fyrir hamra- stalli líkt og á Eiríksjökli, þó að miklu minna beri á því; Okið 1 Eiríksjökli hefur verið þannig lýst: »Fra en Sokkel af forholdsvis ringe Omfang rager den op over sorte, stivnede Lavastrækninger til en Höjde af henved 6000 Fod over Havet; dens Sider ere stejle og murlignende, dens Jökelkuppel er af en saa fuldkommen Runding, at, naar man under Bestigningen af Baula efterhaanden ser den dukke op over Horisonten, er det, som om en Maane af æventyrlig Störrelse lod sig til Syne paa Himmelhvælvingen, indtil de blaa Klippevægge, idet de ogsaa træde ind i Synsfeltet, forstyrre Ligheden. Eiríksjökelen bærer Prisen for alle de Bjærge, man kan se fra Baulas Top. Lig et Palads for en af Edda'ens Jætter, knejser den over Ödemarkerne med sine mörkeblaa Vægge og Tagets skinnende Hvælving«, — En Bestigning af Fjældet Baula i Island. Dansk geogr. Tidsskrift 1897, bls. 46—7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.