Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 40

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 40
40 er líkast því, sem einhver jötnaplógur hafi rist sundur fjalllendið, og á rústunum hefur hvelfst upp þessi »ógnar-skjöldur bungu-breiður« af hraunum, sem ullu upp um sprungurnar. Gerðist þetta eftir að jöldar huldu land alt síðast. En Eiríksjökul hygg ég elztan af þessum fjöllum; frá því eldfjalli hafa ekki runnið hraun eftir að hamrastallurinn útundan jöklinum myndaðist; hefur hann líklega orðið af landsigi. Hálendið,. sem jökulfjallið er ofan á, hefur sennilega verið miklu meira um sig áður; en jarðarskorpan varð á huldu eftir öll þessi gos, brast í sundur og sumt sökk; af landsiginu gátu aftur risið ný gos og gekk svo koll af kolli. Okið hefur líka risið upp á hálendi, en þó hefur fjalllendið þegar verið farið að brotna nokkuð sundur, er Okið var að gjósa,. og er að sjá sem hamrastallur hafi víða farið á kaf í hraunflóðum,. en sumstaðar vottar fyrir honum enn þá1. Eru allar líkur til, að Okið sé miklu yngra eldfjall en Eiríksjökull, og hefur það þó ekki gosið eftir að land alt var í jökli síðast. það er lítill vandi að ákveða aldur þessara tveggja eldfjalla niður á við, þau geta ekki verið yngri en síðasta ísöld. Miklu erviðara viðfangs er að finna aldurstakmörk þeirra aftur á öldutn, en allar líkur eru þó til, að þau séu ekki eldri en elzta jökulöld, sem gengið hefur yfir þetta land. Eg býst við að geta á öðrum stað sagt, nákvæmar en hér eru tök á, frá athugunum þeim, er þessi skoðun á aldri eldfjalla þessara byggist á; hér skal aðeins stuttlega drepið á þessar at- huganir. Fyrst má geta þess, að víða sjást jökulurðir undir ísnúnum dóleríthraunum, sem ekki hafa verið rakin að upptökum í ein- hverju eldfjalli; en ennþá betra er að geta sýnt fram á, að jökul- urðarlög séu grundvöllur undir eldfjöllum, sem ekki hafa gosið eftir síðustu ísöld, enda má leiða rök að þvi, að svo sé, eins og nú mun sagt verða. Hinar alkunnu Súlur (Botnssúlur) fyrir Hvalfjarðarbotni eru rústir af miklu eldfjalli, sem ekki hefur gosið eftir síðustu ísöld,2 en það má sýna, að elztu jöklamenjar í fjöllum þar nálægt eru 1 Sjá það sern Þorv. Thoroddsen ritar um Ok í geogr. Tidsskrift 1899, bls. 9 (sérpr,). í sömu ritgjörð er talað um hraun og miklar eldgjár norðvestan ( Lang- jökli. 2 Sbr. áðurnefnda ritgjörð P. Thoroddsens, bls. n.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.