Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 42

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 42
42 gosið á ísöld, verið jökli hulin eins og t. a. m. Katla, eða þau hafi gosið á milli ísalda. Að fá vitneskju um þetta er mjög þýð- ingarmikið fyrir þekkinguna á jarðfræði landsins. Getum vér fundið sterkar líkur til þess, að eldfjöll eins og Okið eða F.iríksjökull, sem nú eru jökulfjöll, hafi áður verið auð, þá er með því fengin vitneskja um, að einhvern tíma á milli ísalda hefur loftslag hér á landi verið allmiklu heitara en það er nú. Og að vísu eru sterk- ar líkur til, að svo hafi verið, eins og nú mun sýnt verða. Mönnum er ekki kunnugt um, að eldfjöll, sem eru í jökli eins og t. a. m. Katla, gjósi nokkurn tíma öðru en ösku og vikri;1 hraunum’ spúa þau aldrei. Jökullinn bráðnar og brotnar, en hraun- leðjan sundrast öll; af jöku.lhlaupum hafa líklega gerst sumar ein- kennilegustu og óreglulegustu bergtegundir í móbergsmyndaninni. En eldfjöll eins og Eiríksjökulsdyngjan eða Okið eru nú einmitt eingöngu gerð af hraunum, sem virðast hafa runnið rólega hvert yfir annað. Fað væri því þvert ofan í það, sem kunnugt er um þessi efni, ef vér vildum álykta, að gosdyngjur þessar hefðu risið upp á ísöld; það verður að álíta, að þær hafi hlaðist upp á milli ísalda og að miklu minni jölcull hafi verið á þeim en nú, eða jafn- vel enginn. En slíkt hefði ekki getað átt sér stað, ef ekld hefði loftslag hér á landi milli ísalda verið talsvert hlýrra en nú. Um eldfjöll eins og Súlur eða Bláfjall við Mývatn, sem að miklu leyti eru bygð af móbergi, en að ofan af dóleríthraunum, er líklegast, að þau hafi byrjað að gjósa á ísöld; en dóleríthraunin efst benda á, að þau hafi einnig haldið áfram að gjósa milli ísalda. Eins getur vel verið, að móbergið undir Eiríksjökulshraunun- um sé frá ísöld. Að ísöld hafi oftar en einu sinni komið yfir landið, virðist mér ekki hægt að efa, og þó að enn þá vanti meir en mikið á, að unt sé að rekja ísaldarsöguna til hlítar, þá er þó víst, að ísalda- tímabilið hefur verið næsta margbrotið og viðburðaríkt, nokkurs konar Sturlungatíð í jarðsögu landsins. Fví hefur verið haldið fram, að ísland hafi að mestu verið búið að fá þá lögun, sem nú er á því, þegar ísöldin (ísaldir) hófst; en svo er ekki. Pað má sýna, að einmitt eftir að ísaldatímabilið 1 Sjá t. a. m. I'. l'horoddsen: Nogle almindelige Betragtninger om islandske Vulkaner og Lavaströmme. Geogr. Tidsskr. XIII,, bls. 8 (sérpr.).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.