Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 45

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 45
45 sérlegan kvíðboga fyrir þér, þú munt ná föstum tökum á lífinu — þú lætur eflaust alla drauma fljúga sína leið, áður en þú ferð sjálfur að fljúga. Pú ert sem sé sonur hennar mömmu þinnar — og hans föður þíns — já, það, sem ég á við, er þetta: Hvað ætti þér að ganga til að fara að fljúga út í heiminn, — þér, sem líður svo vel hjá honum pabba þínum og mammu þinni, og sem lífið liggur svo opið og undirbúið fyrir — verksmiðjan hans föður þíns, sem stendur á svo föstum fótum, — láttu þér þykja vænt um hana. Nú eru foreldrar þínir að ganga kveldgönguna sína á stígnum bak við garðana, alla leið niður í fjöru, þar sem gömlu skipsakk- erin liggja í sandinum og læsa skuggum sínum hverjum inn í annan, og þar er þanglykt, af nýreknu þangi — þar nemur hún mamma þín staðar og horfir út á sjóinn, unz síðasti sólargeislinn er horfinn og alt verður að einni forsælu og sjórinn missir sinn dimmbláa lit, — þá kemur hrollur í hana og hún þrýstir fastara um handlegginn á honum föður þínum og segir við hann: Mér er orðið kalt, við skulum snúa við og fara heim! Svo ganga þau saman heimleiðis, sama stíginn og þau komu. Enn þá leggur veigalítinn, bláleitan reykjarstrók upp úr verksmiðjureykháfnum hans föður þíns. Og þau eru að spjalla saman um heimilið og búsifjarnar, og hann faðir þinn segir henni mömmu þinni sjálfsagt frá nýju, fínu vindlategundinni, sem hann gerir sér svo góðar vonir um, — spengilega undna og dimm-gullinbrúna vindla, með sárfínum blaðæðum, eins og æðarnar á úlfliðunum hennar mömmu þinnar; — þess vegna á líka að skíra þennan vindil fallegasta nafninu, sem nokkur lifandi sál getur upp hugsað! Og þá getur vel verið, að þau tali um mig líka, og að hann faðir þinn vikni at góðmensku sinni, af því hann ann mér að vinna mér fyrir svo- lítilli smérsköfu ofan á brauðbitann minn með því að búa til nöfn handa vindlunum hans, sem þeir geti gengið undir út um heiminn. fví ég er sem sé eini maðurinn í þessari bæjarnefnu, sem hefur nokkra nasasjón af spænskum or .; þess vegna megið þið til að koma til mín, og það er því helber óþarfi af honum föður þínum, að láta sér vökna um augu yfir göfuglyndi sínu — starf mitt á, vænti ég, þá borgun skilið, sem ég fæ. Og úr því að hann faðir þinn er sjálfur sneyddur öllu hugarflugi og þekkir engin spænsk orð, þá sæmir ykkur ekki að líta smám augum á mig og þiggja nöfnin mín af tómum brjóstgæðum — nú, það gerir

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.