Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 47

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 47
47 allir sólskinsdaga-draumarnir — þegar á reyndi, þá dróst armur hennar úr armi hans. Og hún hélt kyrru fyrir þarna inni á milli rauðu þakanna. Sko! nú litar kveldsólin þakhellurnar hjá mér hálfu rauðari eti áður; og nú skal ég segja þér nokkuð, piltur minn, það kemur aftur í mig löngun til að ganga enn þá einu sinni á vorkveldi þarna út eftir stígnum — ég má kannske styðja mig við öxlina á þér, ef ég þreytist á göngunni — svo göngum við fyrir utan garð- ana og lítum inn yfir öll rauðu þökin, sem halda okkur föstum, er ekki svo? í*au eru þó lagleg á að sjá í kveldsólinni; og aum- ingja gigtarlappirnar mínar, þær ná líklega í bekk einhversstaðar á leiðinni. — Þá getur svo farið, að við mætum honum pabba þínum og henni mömmu þinni þarna úti. — Þá tek ég ofan hattinn og heilsa honum djúpt og auðmjúklega, því mér er ljóst, hve mikið ég á undir honum — og henni móður þinni heilsa ég líka auðmjúklega og djúpt, því ég veit sem sé, að það er hún, sem í fyrstunni kom honum föður þínum til að unna mér þessarar litlu atvinnu, sem ég á bágt með að vera án. Réttu mér undirbollann, sem stendur þarna, svo ég geti losað mig við öskuna. — Vindillinn er góður, piltur minn; hann verður honum föður þínum til sóma. — Sannlega á hann skilið bezta nafnið, sem okkur getur hugsast handa honum — hann á skilið að heita unica, eins og hann faðir þinn vildi. — Veiztu hvað hann faðir þinn átti við með því? Hann átti við nafn, sem enginn vindill hefði haft fyr í heiminum. — O, jæja, því ekki það — unica — unica. Unica noche — ég skrifa það hérna á þessa pappírsræmu — Unica noche! Og ef hann pabbi þinn spyr, hvað nafnið þýði, þá skaltu þýða það fyrir hann: Unica þýðir ein einasta og noche þýðir nótt. — Segðu honum, að það þýði eina einustu nótt, sem er betri en þúsund nætur — að það þýði þá eina ein- ustu nótt, sem jafnast á við hans þúsund nætur. — Pú getur reitt þig á það, piltur minn, að annað eins nafn eins og þetta mun sóma sér, þegar búið er að brenna það inn í kassalokið: Unica noche — Unica noche. — A t h s. Síðastliðið sumar hét danska blaðið »Politiken« verðlaunum fyrir þrjár beztu skáldsögurnar, sem blaðinu bærust innan ákveðins tíma og vóru sett

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.