Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 54

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 54
54 f’að hefur verið sagt, að hann væri ekki náttúruskáld, og það er satt, að náttúran ein út af fyrir sig verður sjaldan yrkisefni hans; hitt er oftar, að eldingum slær niður, bregða sem snöggvast birtu yfir einstaka drætti landsins, en sjaldan bregður hann upp heilli mynd af nokkru landssvæði, er hvíli fyrir auganu, stöðug og sjálfri sér nóg. f’etta kemur af því, að sagan er ríkust í huga hans, mannlífið með stríði þess, sigri og ósigri, gleði og sorg. Hann veit og man of mikið um sögu landsins til þess, að hann geti litið nokkra sveit með augum hinna fyrstu landnámsmanna og hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Þó hann fari upp um fjöll og öræfi, verður sama uppi á teningnum: Hér hefur Grettir gengið glímt við fár og nótt. Mennimir, persónumar og athafnir þeirra verða alstaðar aðalefnið, og það er því skiljanlegt, að ýms beztu kvæðin hans eru um merka menn sögunnar. Þýðingar Matthíasar em oftast svo snjallar, að enginn gerir bet- ur. Reyndar kemur það stundum fyrir, að þýðingin fer nokkuð langt frá hugsun frumkvæðisins, eða réttara sagt, markar ekki eins nákvæm- lega öll ummerki hugsananna eins og frumkvæðið; en hið frjálsa flug og kraftur, hið ótakmarkaða vald yfir málinu er hvervetna samt við sig, og sumstaðar finst manni að hreimurinn sé fyllri, drættirnir fagur- dregnari en í frumkvæðunum. Enginn finnur að þýðingin sé gerð eftir forskrift, svo fijálsir og léttir era allir drættir. Þýðingamar á »Berg- ljót«, sÞorgeir í Vík«, kvæðum Drachmann’s o. fl. o. fl. í þessum tveim bindum era ódauðleg listaverk. Matthfas er of stór til að rúmast í stuttum ritdómi. Til þess að lýsa honum til hlítar þyrfti heila bók; en þá bók má enginn skussi skrifa. En eitt er víst, og þar sé öll þjóðin mér vitni: Með ljóðum sínum hefur hann hlaðið sér lofköst, óbrotgjarn þann’s lengi stendr í bragar túni, því hann er úr fegursta stuðlabergi íslenzkrar tungu. Gubm. Finnbogason. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON: ÚR HEIMAHÖGUM. Rvík 1902. Bók þessi er nú orðin tveggja ára gömul og mikið og margt búið um hana að rita. Kann því mega segja, að það sé að bera í bakka- fullan lækinn að fara nú að rita um hana í Eimr. En þó að ýmsar kringumstæður hafi orðið þess valdandi, að álit vort um hana komi nokkuð seint, viljum vér samt ekki undir höfuð leggjast að fara um hana nokkram orðum, því það hefur aldrei verið ætlun vor, að ganga þegjandi fram hjá henni. Munum vér, eins og oss er títt, segja bæði

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.