Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.01.1904, Qupperneq 56
5*5 f’úsundir fugla í flekum á flóanum móka, sem lognaldan rólega ruggar við röðulskin nætur. I.andbáran lárétta geisla með ljósbijóti klýfur; en lending í litklæðum fögrum við ládeyðu minnist. Ómþýður árstraumur vakir og öndunum ruggar, stefnir að sunnan á sæinn með sígandi hraða. Lítur þar sólmánuð sjálfan í sæförum norður ljósklæddan, léttbrýnan næsta og langstígan feta. Sól yfir sofandi unnum situr og vakir. Rauðlitu reflarnir tindra við rekkjustokk grænan. Ársalur, ofinn úr gulli, er uppi til þerris, breiddur á blágræna teina, sem bera við himin. Blundvígðar blómjurtir dalsins í blælygnri kælu lokuðum ljósbikar halda í lágnættis dvala. Svefnmjöðinn sól hefir blandað í salkynni Ægis og borið þeim dáleiðslu drykkinn og dreypt þeim á varir. Þetta er óneitanlega falleg náttúrulýsing, en hún á ekki við í ástakvæði, — er altof langur útúrdúr í því. Alt öðru máli er að gegna, þar sem náttúrulýsingin er sett í náið samband við ástina og aðeins notuð sem líking, eins og gert er í kvæðinu »Áin og sjórinn« (bls. 6 g—70), enda er það eitthvert fullkomnasta kvæðið í þessum kafla. En venjulegast er ekki því að heilsa. Oftast er sambandið milli náttúrulýsingarinnar og ástalýsingarinnar annaðhvort ekkert eða þá svo lauslegt, að hvor virðist eins og úti á þekju hjá hinni. Stund- um er sambandinu líka svo óheppilega fyrir komið, að það brýtur bág við allan fullkominn listasmekk (t. d. á bls. 60—6r, 80—81 og 84— 85). Yfir höfuð virðist ástakveðskapur ekki láta G. F. sérlega vel, því hann getur aldrei stilt sig um að slá út í aðra sálma, þegar hann fer að yrkja ástakvæði, svo að sjálf ástin verður jafnan á hakanum í lýs- ingum hans. þriðji kaflinn heitir >Dánardægur« (bls, 89—140) og er hann safn af erfiljóðum eftir hina og þessa, flesta lítt kunna, menn-og konur. Erfiljóð eru búin að fá töluvert óorð á sig á íslandi, enda er það ekki að ástæðulausu, því að margt af því, sem birzt hefur af því tægi í seinni tíð, hefur sannarlega ekki verið á marga fiska og naumast átt neitt skylt við skáldskap. En synd væri að segja slíkt um erfiljóð G. F. Þau eru ómengaður skáldskapur og má að öllu samtöldu telja þau bezta kaflann í kvæðabók hans. Allir lesendur vorir kannast við kvæðið lEkkjan við ána« (Eimr, Y, 146) og mun flestum hafa fundist mikið til um það. En engu minni tilþrif koma fram í öðru kvæði eftir aðra fátæka ekkju og 10 bama móður (bls. 98—99). Þar segir svo: Hún ólst upp við fátækt að innlendum sið í öreiga moldarklefa; og átti í höggi við íslenzkan skort til æfinnar síðustu skrefa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.