Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 64
64 og verzlun jarðyrkjufæra og búskaparáhalda. Alþingi veitti framt að 130,000 kr. til landbúnaðarins. Að lokum minnist höf. á Búnaðar- ritið, sem bændum ætti að vera bæði þörf og ánægja að eiga og lesa. 2. »Reglur fyrir Mjólkurbú* eftir Sigurð Sigurðsson. Reglur þessar eru sniðnar eftir samkynja reglum í Danmörku, en lagaðar eftir þvl, sem á við á íslandi. Reglunum fylgja skýringar, og höf. tekur að síðustu fram nokkur mjög áríðandi atriði, t. d. »að bannað sé að flytja til búsins mjólk eða ijóma úr veikum kúm«. 3. >Um Barðastrandarsýslu« eftir Einar Helgason. Höf. ferðaðist eftir tilmælum Búnaðarfélagsins um Barðastrandarsýslu 1901, til þess að athuga sandfokið í Sauðlauksdal og skógana í sýslunni og líta eftir búnaðarháttum þar. Ritgerð þessi er einkum um skógana. Höf. lýsir mjög vel landslagi og skógarleifum í sýslunni. Hún er allauðug að skógarkjarri, þótt alt sé það lágvaxið. Hæstu hríslurnar eru 8—9 fet. Garðyrkja er á háu stigi. Flatarmál matjurtagarðanna í sýslunni er nálega 19400 □ faðm. 4. »Ferð um Austurland* eftir Sigurð Sigurðsson. Búnaðarfélagið fól höf. 1901 að ferðast um Múlasýslurnar til þess að leiðbeina í jarða- bótum og vekja áhuga á þeim. Ritgerðin er skýrsla um ferð þessa. Höf. telur búskap bænda í Múlasýslunum yfirleitt mikið fremur góðan og jafnvel myndarlegri og álitlegri en víðast hvar annarstaðar á land- inu. En þó er útflutningur af landi burt langmestur úr Múlasýslunum. Orsökin er auðvitað eingöngu sú, að síðustu árin hefur verið unnið í sýslum þessum með mesta ákafa að »vesturferðum«. í flestum sveitum Múlasýslna eru búnaðarfélög. Einna elzt þeirra er búnaðarfélag Fljóts- dælinga, stofnað fyrst um 1846—1848. Garðyrkja er þar alment lítil og mjólkurbú enn þá engin, enda mjög erfitt með stofnun þeirra þar sökum stijálbygðar. Höf. ræður bændum í Múlasýslunum þessi ráð: Að fækka eigi fénu, hætta að færa frá, fjölga kúnum, girða, slétta og auka túnin og hirða og nota vel áburðinn. 5. »Gróðrarstöðin« eftir Einar Helgason er lýsing á gróðrarstöð- inni í Reykjavík. — Höf. er forstöðumaður hennar. — Stöðin er að- eins 2 ára gömul. Um árangur gróðrartilraunanna er ekkert verulegt hægt að segja fyr en eftir nokkur ár. En óefað kemur gróðrarstöð að góðu gagni á íslandi eins og annarstaðar. 6. »Ferð um Borgarfjörð« eftir Sigurð Sigurðsson. Eftir ráðstöf un Búnaðarfélagsins ferðaðist höf. um Borgartjörð 1901 til að leiðbeina bændum við framræslu og áveitu. Grein þessi er stutt skýrsla um ferðina og tillögur höf. um framræslu á þeim bæjum, þar sem þörfin var mest. Um Borgartjörð kemst hann svo að orði: »Borgarfjarðar- hérað er óefað eitt af beztu héruðum landsins. . . . Þar eru innan um stórefnabændur og afkoma manna yfir höfuð góð í flestum sveitum. Héraðið er yfirleitt frítt og hefur ( sér fólgin flest eða öll skilyrði til framfara og blómgunar. Landskostir eru þar góðir, túnrækt gæti verið mikil, engjar víða afbragð, garðyrkja töluverð, og mætti auka hana mjög. . .. Veiði er þar í hverri á og hveijum læk o. s. frv.«. 7. —8. »Skipulagsskrá og reglugjörð fyrir Ræktunarsjóð íslands« og »Mjólkurtafla frá Laufási í Reykjavík 1900 og 1901«. Með þess- um 2 smágreinum endar fyrsta heftið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.